Færsluflokkur: Bílar og akstur

Gríðarlegar hækkanir?

Samkvæmt New York Stock Exchange þá var verð á olíu US$98,83 þann 30. desember - það hefur rambað aðeins upp fyrir $100 á tunnuna eftir áramótin aðallega vegna ótta við átök á Persaflóa.  Skv. sömu upplýsingum var verðið $100,96 þann 2. desember, $98,99 þann 11. nóvember o.s. frv.  Hækkun úr 904 dollurum í 988 dollara tonnið er hækkun upp á rétt rúm 9% 

Mér sýnist að olíufélögin haldi sínu striki og hækki rausnarlega í hvert skipti sem tækifæri gefst en sé þau ekki jafn áfjáð í að lækka verðið.  Hér í Bandaríkjunum hefur verð á bensíni lækkað vegna minnkandi eftirspurnar og hefur verið nokkuð stöðugt á dælunum í kringum $3,45 eða svo fyrir gallonið en var komið upp í kringum $3,90 gallonið snemma í haust hérna í Port Angeles (til fróðleiks sjá: http://www.washingtongasprices.com/Port_Angeles/index.aspx)

Kveðja,


mbl.is Gríðarlegar verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband