Ja hérna!

Eldurinn kemur upp og síðan breiðist hann út.  Hvernig breiðist eldur í sinu út sem kemur upp á einum stað?  Hann breiðist um hringlaga svæði.  Hringurinn víkkar eftir því sem eldurinn breiðist út og "eldhringurinn" stækkar.  Svæðið inn í hringum er brunnið og enginn eldur eftir og því lítur þetta út eins og hringur.  Sinan er utan við hringinn, innan hringsins er hún brunnin og ekkert eftir nema sviðin jörð.  Þetta kemur skemmtilega út í myrkri en í dagsljósi hefði þetta ekki litið út eins og eldhringur heldur svartur blettur sem stækkar.  Það að hringurinn er svona jafn bendir til þess að eldurinn hafi komið upp á einum litlum bletti og breiðst jafnt út.  Svo einfalt er það.

Kveðja,

 


mbl.is Eldhringur í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband