Ja hérna!

Eldurinn kemur upp og síðan breiðist hann út.  Hvernig breiðist eldur í sinu út sem kemur upp á einum stað?  Hann breiðist um hringlaga svæði.  Hringurinn víkkar eftir því sem eldurinn breiðist út og "eldhringurinn" stækkar.  Svæðið inn í hringum er brunnið og enginn eldur eftir og því lítur þetta út eins og hringur.  Sinan er utan við hringinn, innan hringsins er hún brunnin og ekkert eftir nema sviðin jörð.  Þetta kemur skemmtilega út í myrkri en í dagsljósi hefði þetta ekki litið út eins og eldhringur heldur svartur blettur sem stækkar.  Það að hringurinn er svona jafn bendir til þess að eldurinn hafi komið upp á einum litlum bletti og breiðst jafnt út.  Svo einfalt er það.

Kveðja,

 


mbl.is Eldhringur í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er hárrétt ályktað hjá þér Arnór.

Ég hef allnokkra reynslu af sinubrunum vegna starfa minna sem bóndi. Það var venja að brenna sínu á vorin til að flýta fyrir gróðri.

Það er svo merkilegt með sinuelda að þeir geta sótt mjög hratt á móti vindi ef sinuflókinn er mikill.

En sinueldurinn dreifir sér í allar áttir ef ekkert hindrar för hans.

Ég hef ekki skoðað umrætt tilfelli en þetta er ekkert yfirnáttúrulegt.

Þarna hafa menn verið að verki annaðhvort af gáleysi eða yfirlögðu ráði.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.1.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Þorsteinn,

Ég bjó í sveit í tæp 35 ár svo þetta kemur mér ekkert á óvart og ekkert yfirnáttúrulegt við þetta;)  Myndirnar sem voru þarna eru skemmtilegar, þetta kemur skemmtilega út í myrkrinu, en sinueldar eru ekkert gamanmál og geta fljótt farið úr böndunum ef ekki er brugðið skjótt við!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 13.1.2011 kl. 19:36

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Í fréttinni er talað um djöfladýrkun, geimverur og heimsendir og ekkert að því þó fólk velti þessu fyrirbæri fyrir sér enda er þessi mynd mjög skemmtileg og getur verið tilefni til ýmissa ályktana.

En þekking og reynsla ryður hindurvitnum burt.

En mér finnst það fyndið og skoplegt að þessi atburður og umræðan í kjölfarið hafi gerst í námunda við Háskóla Íslands.

Og síðan koma sveitamenn og útskýra málið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.1.2011 kl. 20:10

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Þorsteinn,

Nei, aldrei neitt að því að velta hlutunum fyrir sér og það er margt til sem við höfum ekki skýringar á:)  Það má nú ekki alveg afskrifa sveitavarginn;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 13.1.2011 kl. 20:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband