Íslensk vegabréf

Íslensk vegabréf eru sennilega erfiðustu pappírar að fá í heiminum!  Vegabréfið mitt rann út fyrir tveimur árum og ég hef tvo kosti.  Að fara til Íslands eða fara til Washington DC og mæta í sendiráðið þar snemma morgunns því þeir þurfa að vera í beinu sambandi við utanríkisráðuneytið til að geta endurnýjað bréfin.  Mér skilst að það séu 3 eða 4 staðir í veröldinni þar sem hægt er að gera þetta.  

Þegar ég endurnýjaði vegabréfið 2001 þá var þetta einfalt mál.  Ég sendi beiðni um það í Konsúlatið í Dallas, en við bjuggum þá í San Antonio.  Ég fór svo upp til Dallas og sótti vegabréfið.  Konsúlatið í Seattle getur ekkert gert.  Það er annað hvort Reykjavík eða DC.  

Ég athugaði hvernig þetta gengur fyrir sig í nokkrum löndum, m.a. Bretlandi, Ástralíu, Kanada og hér í Bandaríkunum og að mig minnir í Noregi (man ekki alveg, gæti hafa verið Þýskaland)  Í þessum löndum er bara send beiðni um endurnýjun til sendiráðs eða Konsúlats og þú færð svo vegabréfið afhent eða sent í pósti.  Umsókn um vegabréf í fyrsta skipti hér er svolítið snúnari en konan mín þarf að fara niður til Olympia sem er einn og hálfur tími í bíl.  Ekkert stórmál.  Fyrir mig er þetta 6 tíma flug annað hvort til Reykjavíkur eða DC, með tilheyrandi kostnaði.  

Vonandi er hægt að einfalda þetta rugl.

Kveðja,


mbl.is Ýmsar hækkanir um áramótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband