3.1.2014 | 07:01
Íslensk vegabréf
Íslensk vegabréf eru sennilega erfiðustu pappírar að fá í heiminum! Vegabréfið mitt rann út fyrir tveimur árum og ég hef tvo kosti. Að fara til Íslands eða fara til Washington DC og mæta í sendiráðið þar snemma morgunns því þeir þurfa að vera í beinu sambandi við utanríkisráðuneytið til að geta endurnýjað bréfin. Mér skilst að það séu 3 eða 4 staðir í veröldinni þar sem hægt er að gera þetta.
Þegar ég endurnýjaði vegabréfið 2001 þá var þetta einfalt mál. Ég sendi beiðni um það í Konsúlatið í Dallas, en við bjuggum þá í San Antonio. Ég fór svo upp til Dallas og sótti vegabréfið. Konsúlatið í Seattle getur ekkert gert. Það er annað hvort Reykjavík eða DC.
Ég athugaði hvernig þetta gengur fyrir sig í nokkrum löndum, m.a. Bretlandi, Ástralíu, Kanada og hér í Bandaríkunum og að mig minnir í Noregi (man ekki alveg, gæti hafa verið Þýskaland) Í þessum löndum er bara send beiðni um endurnýjun til sendiráðs eða Konsúlats og þú færð svo vegabréfið afhent eða sent í pósti. Umsókn um vegabréf í fyrsta skipti hér er svolítið snúnari en konan mín þarf að fara niður til Olympia sem er einn og hálfur tími í bíl. Ekkert stórmál. Fyrir mig er þetta 6 tíma flug annað hvort til Reykjavíkur eða DC, með tilheyrandi kostnaði.
Vonandi er hægt að einfalda þetta rugl.
Kveðja,
![]() |
Ýmsar hækkanir um áramótin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |