30.11.2009 | 18:41
Þjóðsöngur eða nasistasöngur
Þegar ég var að læra landafræði hér í gamladaga (í kringum og uppúr 1970) þá var mér kennt að "Deutschland, Deutschland über alles" væri þjóðsöngur Þýskalands. Ég man aldrei eftir að hafa tengt nafnið við Nasista, svo þessi frétt kom mér algjörlega í opna skjöldu. Og þetta er þjóðsöngur þjóðverja en eftir að þýsku ríkin sameinuðust þá er aðeins þriðja versið skilgreint sem þjóðsöngur Þýskalands. 1945 var fyrsta versið bannað af bandamönnum sem þjóðsöngur, en þessi söngur hafði ekkert með nasista að gera enda skrifaður á nítjándu öld og samþykktur sem þjóðsöngur 1922 ef ég man rétt. Það er margt skrítið í kýrhausnum!
Kveðja,
![]() |
Nasistasöngur vakti litla lukku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 22:44
Tíundi eða sextándi hver...
Ég hjó eftir þessum setningarhluta hjá Skúla:
"...snúa við þeirri öfugþróun að hér gangi tíundi hver maður atvinnulaus, já reyndar sextándi hver félagi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis suður með sjó"
Ef tíundi hver er atvinnulaus þá er það 10%. Ef sextándi hver er atvinnulaus, þá er það ekki nema 6,25% 1/16 er mun minna en 1/10;)
Kveðja,
![]() |
Svandís veruleikafirrt eða vanhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2009 | 18:10
Frábært nafn - sjá skýringar
![]() |
Kaupþing í Arion-banka? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 00:42
Á Fagradal, ekki í...
Enn er málvöndunarpúkinn í mér og ég vil endilega koma á framfæri að það er aldrei talað um "í Fagradal" um þennan sérstaka dal milli Reyðarfjarðar og Héraðs, heldur er alltaf talað um "á Fagradal". Ég hef grun um að orsökin sé sú að dalurinn er opinn í báða enda.
Kveðja,
![]() |
Fór út af í Fagradal í hálku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2009 | 18:18
Brotnir upp - eða niður...
"...hefur staðfest að bankarnir Lloyds, RBS og Northern Rock verði brotnir upp í minni einingar "
Hér er léleg þýðing á ferðinni. Á íslensku er eitthvað brotið upp sem er brotist inn í, t.d. að brjóta upp lás. Á íslensku er talað um að skipta einhverju upp þegar á ensku er talað um að "break up". Mér finnst líklegt að að ensku hafi þessi setning hljóðað eitthvað á þá leið að Darling "...has confirmed that Loyds, RBS and Northen Rock will be broken up into smaller units" sem ég myndi þýða "hefur staðfest að Loyds, RBS og Northern Rock verði skipt upp í minni einingar"
Kveðja,
![]() |
Breskir bankar brotnir upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |