Þjóðsöngur eða nasistasöngur

Þegar ég var að læra landafræði hér í gamladaga (í kringum og uppúr 1970) þá var mér kennt að "Deutschland, Deutschland über alles" væri þjóðsöngur Þýskalands.  Ég man aldrei eftir að hafa tengt nafnið við Nasista, svo þessi frétt kom mér algjörlega í opna skjöldu.  Og þetta er þjóðsöngur þjóðverja en eftir að þýsku ríkin sameinuðust þá er aðeins þriðja versið skilgreint sem þjóðsöngur Þýskalands.  1945 var fyrsta versið bannað af bandamönnum sem þjóðsöngur, en þessi söngur hafði ekkert með nasista að gera enda skrifaður á nítjándu öld og samþykktur sem þjóðsöngur 1922 ef ég man rétt.  Það er margt skrítið í kýrhausnum!

Kveðja,


mbl.is Nasistasöngur vakti litla lukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Fyrsta erindi Deutschlandlied, sem byrjar á orðunum "Deutschland, Deutschland über alles" var fellt út úr vestur-þýska þjóðsöngnum 1952. Austur-þýskaland valdi sér annað ljóð. Vestur-þýskaland notaði þriðja erindi þessa ljóðs, sem eiginlega er drykkjuvísa.

Jonni, 30.11.2009 kl. 19:46

2 Smámynd: Historiker

DDR notaði ekki aðeins annað ljóð, heldur allt annan söng (Auferstanden aus ruinen).

Fyrsta erindið var held ég aldrei bannað, það átti bara ekki lengur við þar sem sungið er um landamæri ríkisins, sem eftir síðari heimsstyrjöld voru langt inni í öðrum ríkjum. Síðan er þriðja erindið "Einigkeit und Recht und Freiheit" alls engin drykkjuvísa, heldur fjallar það um sameiningu, réttlæti og frelsi Þjóðverjum til handa.

 Til gamans má geta að "uber alles" erindið var ennþá sungið af almenningi árið 1954 þegar V-Þýskaland vann HM í knattspyrnu.

Historiker, 30.11.2009 kl. 23:15

3 Smámynd: Historiker

Svo vil ég bara taka undir með síðuhaldara að þetta er ekki nasistasöngur frekar en gamli Nói.

Historiker, 30.11.2009 kl. 23:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband