30.8.2009 | 00:44
Bankar fullir af peningum
Í þessari frétt á RUV (http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item296131/) er fjallað um vanda bankanna til að finna trausta og góð lántakendur og þar er sagt meðal annars:
"Féð safnast fyrir í bönkunum sem hafa meðal annars brugðist við með því að lækka innlánsvexti."
Lækkun innlánsvaxta er þá væntanlega til þess að draga úr innlánum. En einhvern vegin finnst mér að ef það þarf að koma þess fé í útlán þá lægi beinast við að lækka útlánsvexti og þar með gera þetta fé aðgengilegt fyrirtækjum og einstaklingum sem gætu notað fjármagnið til uppbyggingar. Lækkun útlánsvaxta myndi einnig draga úr greiðslubyrgði heimila og fyrirtækja sem eru að kikna undan lánum. Í staðin bregðast bankarnir við með að reyna að minnka innstreymi fjár með því að lækka innlánsvexti. Nú viðurkenni ég fúslega að ég er ófróður mjög um bankaviðskipti en mér finnst þetta einhvernvegin ekki passa saman.
Kveðja,
27.8.2009 | 01:34
Fullur eða ófullur Sigmundur...
Mér finnst þetta sérkennileg frétt og umræðan um hana enn skrýtnari. Ég horfði á megnið af ræðu Sigmundar og fannst hún nokkuð góð og get ekki sagt að eftir hana hafi ég getað séð vín á manninum. Ég sá á einu bloggi að Sigmundur var sagður hafa verið sauðdrukkinn. Ekki gat ég séð að hann slagaði á leið í eða úr ræðustól, né heldur gat ég heyrt að hann væri þvoglumæltur eða að hann röflaði sérstaklega mikið miðað við að hann er jú þingmaður og röfl er þeirra starf. Ég get svosem ekki sagt að ég fylgi Sigmundi í pólitík, en mér fannst hann far vel fram í þessari ræðu. Mér finnst sjálfsagt að eftir þetta verði þingmenn látnir blása áður en þeir fá að fara í ræðustól og þá kemur sjálfsagt í ljós að þeir neyta aldrei áfengis.
Eini þingmaðurinn sem ég hefði alltaf treyst til þess að mæta algjörlega bláedrú í Alþingi var fyrrum sveitungi minn og skólastjóri, Helgi Seljan, sem sat þó nokkur ár á þingi fyrir Alþýðubandalagið - enda hvítþvegin bindindismaður! Mér heyrist vera nokkurt brothljóð í þessari frétt og bloggum henni tengd þegar menn kasta nú grjóti í glerhúsinu.
Kveðja,
![]() |
Fékk sér léttvín með mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 06:45
Brotalamir
Hvernig geta fyrirtæki sem eru óvirk og EKKI í rekstri fengið lán? Og ekki bara eitthvað smáræði heldur yfir eitt þúsund milljarða króna! Samkvæmt gengi í gær, 19 Ágúst, þá eru þúsund milljarðar 7,737 milljarðar bandaríkjadollara og skipt á þessi 14.912 óvirk fyrirtæki þá jafngildir þetta US$518.880 eða 67.060.085 krónum á hvert einasta af þessum fyrirtækjum.
Hvernig í ósköpunum eiga þessi fyrirtæki, sem eru óvirk og ekki í rekstri og þar af leiðandi ekki með tekjur greitt af þessum lánum? Hvernig í ósköpunum hefur bankakerfið orðið þannig að fyrirtæki sem er ógerlegt að greiða skuldir sínar getur safnað meira en hálfri milljón dollara í skuldir án þess að neinn hafi tekið eftir?
Ég get rétt ímyndað mér hvernig einstaklingi væri tekið ef hann kæmi inn í banka hér í Bandaríkjunum og bæði um hálfa milljón og léti þess jafnframt getið að hann ætti engar eignir og hefði engar tekjur. Ég veit hvernig þetta var á Íslandi og einstaklingi sem hefði reynt þetta hefði umsvifalaust hent út úr bankanum!
Þetta bara er ekki heilbrigt og ekki heil brú í þessu rugli!
Kveðja,
![]() |
Skulduðu yfir þúsund milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2009 | 23:05
Góð grein með smá hjálp
Ég rak mig í að þýðandi greinarinnar notar orðið "myrkur" sem þýðingu fyrir murky. Betri þýðing væri "gruggugt" samanber "murky water" sem er notað um gruggugt vatn.
Að öðru leyti en það þá kemur svosem ekkert á óvart í þessari grein. Það hefur verið auðséð um langt skeið að eigendur bankanna lánuðu sjálfum sér og fyrirtækum í þeirra eign til þess að knýja upp hlutabréfaverð bæði í bönkunum og öðrum fyrirtækjum í þeirra eigu.
Kveðja,
![]() |
Telegraph: Ekkert venjulegt hrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2009 | 14:40
Nokkrir með stöðu grunaðs...
Þetta er afskaplega amböguleg fyrirsögn og frétt. "Nokkrir með stöðu grunaðs manns..." Þessi ambaga að vera með "stöðu grunaðs manns" er að mínu mati hreint bull og ætti ekki að sjást. Er bara einn maður með stöðu grunaðs manns? Færi ekki betur að tala um "réttarstöðu grunaðra" eða "stöðu grunaðra manna". "Nokkrir" bendir til að það hafi verið fleiri en einn en samt er eintala hengd við þetta. Ef einhver er með réttarstöðu grunaðs manns þá þýðir það að hann sé grunaður um eitthvað og liggi undir grun um að hafa gert eitthvað af sér. Hvernig væri:
"Grunaðir yfirheyrðir hjá Sjóvá
Yfirheyrslur eru hafnar hjá embætti sérstaks saksóknara yfir mönnum sem grunaðir eru um umboðssvik"
mbl.is getur gert betur en þetta:)
Kveðja,
![]() |
Nokkrir með stöðu grunaðs hjá Sjóvá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2009 | 14:08
Yfirgnæfandi líkur...
Þetta eru vissulega ánægjulegar fréttir, en ég vil bara minna á að það voru "yfirgnæfandi líkur" á að álver, járnblendi, málmblendi, þetta og hitt risi á Reyðarfirði í hátt í 30 ár! Á meðan menn biðu eftir því sem koma skyldi rak allt annað á reiðanum þar til allt var nánast komið í kalda kol. Þegar samningar eru í höfn og hafist er handa við byggingu gagnaveranna skal ég óska aðstandandi til hamingju, þangað til bíð ég eftir að þetta fari af stað:)
Kveðja,
![]() |
Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 01:16
Lyktar illa
Sem áhugamaður um eldamennsku þá er farið að slá í efni þessarar fréttar. Ég held það sé alveg útilokað að geyma frosið ferskt kjöt í meira en mesta lagi 1-2 ár. Ég man eftir í gamladaga þegar maður var að kaupa heila lambsskrokka sem voru orðnir ársgamlir og þeir voru illa þurrir og langt frá því að vera góður matur og alls ekki bjóðandi á veitingastöðum. Nú þekki ég ekki mikið til hvalkjöts en það er kjöt af spendýri líkt og lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt o.s.frv. Ég hef því ekki trú á að geymsluþol þess í frosti sé meira en 6-12 mánuðir. 17 ár er alveg út í hött að mínu mati.
Kveðja og bon appetit:)
![]() |
Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2009 | 16:53
Vanhæfni
Þó svo að ég gagnrýnt Davíð á sínum tíma vegna andvaraleysis Seðlabankans fyrir hrunið, þá finnst mér að komið hafi í ljós að Davíð hafi gert sér grein fyrir í hvað stefndi og reynt hvað hann taldi mögulegt til að vara ráðamenn við. Gat hann gert betur? Örugglega en ég held að hvorki hann né aðrir hafi gert sér grein fyrir því hversu hratt þetta ferli varð, né heldur hversu gríðar stórt og fallvalt þetta íslenska bankaapparatið raunverulega var orðið. Það er mikið af mjög hæfu fólki sem vann og vinnur hjá Seðlabankanum og að kenna Davíð einum um þátt Seðlabankans í hruninu er að mínu mati mikil einföldun.
Þó svo að Davíð hafi ekki haft sérfræðiþekkingu á efnahagsmálum, þá var hann í pólitík svo áratugum skipti og mikið af því sem fram fer í gegnum ráðuneytin sem hann var í fjallaði um efnahagsmál, svo ég held að hann hafi haft nokkuð glögga innsýn inn í efnahagsmál Íslands. Enda segir Anne að "neither the prime minister, nor the finance minister or financial regulator seems to have made any serious attempt to stem the growth of the Icelandic banks. "
Kveðja,
![]() |
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2009 | 20:16
Kemur ekki á óvart
Þessi frétt kemur ekki á óvart og eitthvað sem hefur verið fyrirséð lengi. Leppfyrirtæki voru stofnuð af bönkunum út um allan heim til þess að taka lán hjá bankanum og kaupa síðan hlutabréf í bönkunum eða öðrum skráðum fyrirtækjum bankamannanna til þess að skapa peninga með svikum. Þetta hefur alltaf minnt mig á bókina "Not a penny more, not a penny less" eftir Jeffrey Archer sem lýsir svipuðu dæmi. Ný er farið að snúast ofan af svikamyllunni en ég er hræddur um að þessir peningar séu löngu tapaðir.
Kveðja,
![]() |
Undirbúa málsókn á hendur Gift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2009 | 17:54
Gert ráð fyrir 1-200
Það virðist var að koma betur og betur í ljós hversu illilega ríkisstjórnin er úr takt við raunveruleikan. Þrátt fyrir mánaðarlangar ábendingar og viðvaranir Hagsmunasamtaka Heimilanna um yfirvofani greiðsluþrot og gjaldþrot heimilanna í landinu þá áætlar ríkisstjórnin að einungis 100 - 200 manns þurfi á greiðsluaðlögun að halda. Ég skil ekki hvernig ríkisstjórnin komst að þessari niðurstöðu en ég get ekki ímyndað mér að fjöldi þeirra sem þurfa á greiðslualögun eða álíka aðgerðum skipti ekki þúsundum eða tugum þúsunda!
Kveðja,
![]() |
Þúsundir vilja greiðsluaðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |