Færsluflokkur: Bloggar
15.2.2024 | 14:59
Talnarugl
Hér flaskar fréttamaður á talnakerfum. Þarna er um að ræða 486 milljarða dollara, ekki 486,000 milljarða dollara! Smá munur!
Kveðja
Uppbyggingin kostar 67.000 billjónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2023 | 17:07
Brot á reglum um klóset tíma
Það er margt manna bölið og nú er orðið svo komið að fólk þarf að hafa skeiðklukku með sér á salerni skemmtistaða svo það eigi ekki yfir höfði sér allskonar óþægindi og jafnvel handtöku.
Ég reyndi að finna eitthvað um svona tímareglur fyrir klósettveru á skemmtistöðum hjá EU, en fann ekkert, svo það væri öllum til hagsbóta að þessar reglur séu auglýstar vel og vandlega í fjölmiðlum. Það væri illa komið ef menn þyrftu að vera tosaðir út með góðu eða illu í miðri biðskák við páfann. Í sumum tilfellum væri það stórhættulegt ef steinsmugusprengingar eru yfirvofandi og vissara að útkastararar og lögregla séu tilbúin í biohazard klæðnaði og vel settir grímum í bak og fyrir.
Hasarinn út af þessu er svo fyndinn að það hálfa væri nóg. Þingmaður verður fullur og sest að á klósettinu umfram reglugerðir og þar að fjarlægja hann. Mér finnst líklegt að það hafi skeð áður enda þingmenn margir með mikið þol fyrir göróttum veigum, amk. hér í gamla daga. En nú þarf að hafa vit fyrir fólki og skipa því tíma á kamrinum og ekkert helvítis múður með að það sé að yfirtaka taflborðið eða í miðri Sikileyjarvörn gegn páfanum!
Svo mörg voru þau orð!
Kveðja
Ég var dónaleg og streittist á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2023 | 17:49
Íslandsvinir og vandamenn
Orðið "íslandsvinur" er notað um hvern þann, sem hefur komið til Íslands og hefur fengið nafn á "prent" hvort sem er í bók eða sönglagi, eða bara einhversstaðar á samfélagsmiðlum! Þetta orð er svo útvaskað að það er hreinlega hlægilegt að sjá svona fyrirsagnir.
Er ekki hægt að leggja þessu orð við hlið zetunnar og láta það bara eiga sig?
Kveðjur frá Wisconsin!
Varð Íslandsvinur á covid-tímanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2023 | 17:11
Gervi greind
Það hefur verið mikið fjallað um gervigreind á þessu ári. Fólk og fyritæki hafa tekið ChatGPT opnum örmum.
En fólk verður líka að vera mjög á varðbergi, því ChatGPT og önnur gerfigreindarforrit setja oft fram fullyrðingar sem eru tómt bull. Ég hef unnið við tölvur í hátt í 40 ár, megnið við forritun. Mikið af þeim kóða sem ChatGPT kemur með er hreinlega rugl. Samt er fólk og fyrirtæki jafnvel farin að selja þetta ÁN þess að fullprófa hvort þessi kóði virkar sem skyldi, sem hann gerir EKKI í mjög mörgum tilvikum.
Það vantar ekkert upp á sjálfsálit forrita eins og ChatGPT og þau setja fram staðlausa stafi sem staðreyndir og alltof margir trúa öllu sem þessi forrit setja fram eins og um heilagan sannleik sé að ræða.
Ég hef séð fólk á Íslandi vitna í hvað ChatGPT segir eins og það sé endi allra rökræðna og ekkert frekar um málið að segja. Þetta er mjög hættuleg þróun og hefur ekkert með gerfigreind að gera, heldur trúarbrögðin sem eru að skapast í kringum þessa tækni, sem er algjörlega á ábyrgð fólks, ekki forrits.
ChatGPT og önnur slík forrit taka upplýsingar sem þau finna og vinna úr þeim. Þetta eru upplýsingar sem eru aðgengilegar á netinu og þeir sem hafa lifað á netinu áratugum saman eins og ég, vita að mikill hluti þess sem er settur þar fram er hreinlega bull. Þetta er matað í þessi forrit alveg eins og aðrar upplýsingar, sem hafa verið marg sannaðar í gegnum aldirnar. Því þarf að fara MJÖG varlega í að trúa því, sem þessi forrit koma með gagnrýnislaust, eins og alltof margir gera.
Raunveruleg gervigreind á til með að breyta miklu í samfélögum framtíðarinnar, en á meðan þetta er varla farið að slíta barnsskónum þarf að vera gagnrýnin umræða um það sem þessi forrit setja fram. Fólk núna lætur eins og hvítvoðunugur gerfigreindar viti alla hluti og sé hafinn yfir alla gagnrýni. Engum dytti það í hug í raunveruleikanum.
Kveðja
Gervigreindin brýnasta samfélagsmálefnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2023 | 13:06
Fagradalsheiði
Ég velti fyrir mér hvar Fagradalsheiði er. Ég finn eina í Örnefnasjá Landmælinga og er sú á fjöllunum austan við Vík í Mýrdal. Sé enga vegi þar. Fagridalur heitir fjallvegurinn milli Reyðarfjarðar og Héraðs. Ekki Fagradalsheiði.
Biðla til fólks að vera ekki á ferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2020 | 19:55
60% EFTIR blöndun
Hrærigrauturinn um þessa blöndun heldur áfram!
Það er ógerlegt að ná 60% alkóhól magni ef einhverju er blandað út í 60% alkóhól! Það er marg búið að brýna fyrir fólki að nota handspritt með að minnsta kosti 60% alkóhóli! Það þýðir að 60% alkóhól er eitt og sér rétt í lágmarksstyrkleika. Ef einhver íblöndun á sér stað þarf sterkara alkóhól! Það er mælt með 96% alkóhóli og íblöndun með aloa vera til að gera það þykkara. Það þarf því að lágmarki um 2/3 að vera 96% alkóhól í þeirri blöndu.
Kveðja.
Vodkaframleiðandi varar við heimagerðu spritti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2020 | 08:58
Vodki er ekki yfir 60%!
Greinarhöfundur virðist flaska á "proof" og prósentum. Áfengi sem er 40 "proof" er 20% áfengi. 80 proof er 40% Vodki er yfirleitt um 40% áfengi og það er því gersamlega ómögulegt að nota hann til að fá blöndu með 60% áfengismagni!
Fréttin í Business Insider ráðleggur isoprophyl alkohol, sem er 91% og nota 2/3 á móti 1/3 af aloa vera.
Endilega skoða hvað fólk er að ráðleggja og athuga hvort það stenst! Í þessu tilfelli stenst þetta alls ekki og ef fólk notar þetta sem er veikt fyrir er það að hætta lífi sínu! Handspritt kemur ekki í staðinn fyrir handþvott, en hjálpar verulega til að draga úr gættinni á að fólk smiti sjálft sig með því að snerta flestir sem mengast auðveldlega og ber svo hendurnar upp að andlitinu.
Kveðja,
Gerðu þitt eigið spritt með þessu þrennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2019 | 20:48
Ásmundur snupraður
Ásmundur Friðriksson var snupraður af forseta Evrópuráðsins í svarbréfi við vælubréfi Ásmundar til forsetans nýverið. "...there is absolutely nothing to suggest any form of corruption or a breach of the specific rules of the Parliamentary Assembly of the Council of Europe on the part of Ms Ævarsdóttir which would warrant any further intervention by myself or by the Parliamentary Assembly." Skýrara getur það varla orðið! Nú er bara að sjá hvaða skotfæri Ásmundur grefur upp, en ég hélt það væru komin nógu mörg göt í lappirnar á honum í þessu máli!
Kveðja,
Lagði til að Þórhildur yrði svipt réttindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2019 | 01:11
Sá vægir sem vitið hefur meira
Þetta Grænlands rugl í Trump er fáránleikinn uppmálaður og á maður þó mörgu ótrúlegu að venjast frá þeim bæ! Það er farið að slá svo illilega útífyrir honum að ég held að Pence verði kominn í embættið áður en kjörtímabilið er á enda! Að koma með gersamlega fáránlega tillögu og fara svo í fýlu af því að hún er kölluð fáránleg... Það er eiginilega... ja, fáránlegt!!!
Kveðja,
Ætlar ekki að munnhöggvast við Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2019 | 21:33
Of seint!
Þessi umræða undanfarna mánuði um þriðja orkupakkan er svolítið sérstök. Það eru 25 ár síðan Íslendingar afhentu stjórnvaldsákvarðanir til Evrópubandalagsins í formi samþykktar Alþingis á EES samningnum. Alþingi hefur rennt meira en tíu þúsund málum í gegn, annað hvort sem lögum eða reglugerðum til að aðlaga Íslenskt regluverk að regluverki Evrópubandalagsins síðan Ísland gerðist aðili að samningnum 1992 og síðan samningurinn var samþykktur af Alþingi 1994. Hvar hafa alþingismenn sofið þessi 25 ár?
Kveðja
EES með yfirþjóðleg einkenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |