Færsluflokkur: Bloggar
11.1.2010 | 21:39
Með eða á móti???
Mér finnst það alveg magnað hversu ríkisstjórn Íslands er í mun um að auka skuldsetningu þjóðarinnar hvað sem það kostar. Ég er alveg steinhættur að skilja þessa ríkisstjórn! Þegar menn koma fram sem ÆTTU að vita hvað þeir eru að segja og segja rétt Íslendinga MEIRI, þá rennir ríkisstjórnin á þá og reynir að kveða þá í kútinn. Þegar menn segja rétt Íslendinga MINNI þá er þeim hampað af ríkisstjórninni.
Er ríkisstjórnin á MÓTI Íslandi? Það virðist vera sem forsetinn sé MEÐ Íslandi og núna er ríkisstjórnin á MÓTI forsetanum. Getur þetta gengið án þess að ríkisstjórnin hreinlega verði að víkja vegna vanhæfni til þess að stjórna og farið sé að glugga í 14. grein stjórnarskrárinnar?
Ég bara botna hvorki upp né niður í þessum ósköpum
Kveðja,
![]() |
Lipietz vísar gagnrýni á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 16:31
Kuldamet?
Nei þetta er langt frá því að vera kuldamet í Danmörku! Kaldast í Danmörku mældist -31,2°C, þann 8. janúar 1982. Sjá veðurmeta síðu Danmarks Meteorologiske Institut : http://www.dmi.dk/dmi/index/danmark/meteorologiske_ekstremer_i_danmark.htm#Meteorologiske_ekstremer_i_DK-temp.
Til samanburðar þá má nefna að kuldametið á Íslandi var á Grímstöðum á Fjöllum, 21. janúar 1918, 38,0 gráður. -89°C er það kaldasta sem nokkru sinni hefur mælst, í Vostok stöðinni á Suðurskautslandinu, 21. júlí 1983.
Kveðja,
![]() |
Kaldasta nótt í Danmörku í 23 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 16:05
Á að borga?
Nú er meira en ár liðið frá því sparibaukarnir hrundu og sparigrísirnir, eigendur þeirra, skildu þjóðarbúið eftir með þúsundir milljarða í skuldir sem litlar eða engar eignir stóðu á bak við. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að allan þennan tíma hefur íslensk ríkisstjórn, allar þrjár sem hafa setið, verið í fullu starfi við að fullvissa þjóðina um að hún eigi skilyrðislaust, eða skilyrðalítið, að borga skuldir óreiðumannanna.
Síðastliðið ár hafa allir 4 stærstu stjórnmálaflokkarnir setið við völd eða verið stuðningsmenn ríkisstjórnar. ALLIR þessir flokkar hafa sem sagt verið því fylgjandi, hvað svo sem þeir segja, að Ísland eigi að greiða fyrir grísina. Því skyldi engan undra þó að þær raddir sem hafa sagt að Íslandi beri ekki skylda til þess að borga brúsann hafi ekki verið háværar eða verið teknar mikið til greina, því þær tala gegn öllum stjórnmálaflokkum í landinu!
Það hefur komið fram í lögfræðiáliti erlendra lögfræðistofa, m.a. þeirra sem hafa unnið álitsgerðir fyrir núsitjandi ríkisstjórn, að það sé öldungis ekkert gefið að Íslendingum beri lagaleg skylda til þess að greiða fyrir, eða ábyrgjast Tryggingasjóð innlána til að verja hann gjaldþroti vegna einstakra reikninga sparibaukanna, svo sem Kaupthing Edge eða IceSave. Íslenska þjóðin skrifaði ekki uppá óútfyllta (eða útfyllta ef út í það er farið) víxla fyrir sparigrísina meðan þeir voru í svínastíunni að safna skuldum.
Þó skal því aldrei gleymt að íslensk lög, eða lagaleysi, voru það sem gerði grísunum þetta kleift, svo það er ekki nokkur einasta spurning að ábyrgð íslenskra stjórnvalda og eftirlitsstofnana er mikil, en þó mega menn ekki beygja sig svo í duftið að þeir geti ekki staðið upp og sagt "Hingað og ekki lengra - við borgum ekki ánauðarskuldir glæpamanna" Það er mikill munur á skuldum sem eru áorðnar vegna lélegs eftirlits og skulda sem verða til vegna þess sem ég kalla hreina glæpastarfsemi. Heldur einhver að Rússar færu að borga skuldir rússnesku mafíunnar? Eða Bandaríkin myndu greiða skuldir mafíunnar eða glæpagenga í Bandaríkjunum? Ekki til í dæminu! Hvers vegna ætti Ísland þá að greiða skuldir manna sem höfðu eindreginn glæpavilja á bak við starfsemi sína, sem ég held að engum geti dulist lengur nema þeir séu með bundið fyrir öll skilningarvit.
Íslendingar, eins og aðrir, eiga að borga sínar skuldir, á því er enginn vafi. En eru þetta skuldir íslendinga? Ég segi NEI.
Kveðja,
![]() |
Æ fleiri lýsa efa um að okkur beri að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2010 | 16:01
Og???
Ég bara skil ekki fum og fát ríkisstjórnarinnar út af ESB! Ég er svosem ekkert sértaklega með eða á móti ESB - hef ekki búið á Íslandi í 15 ár og er komin nokkuð úr sambandi við þessi mál svo ég hef lágmarksskoðun á þessu dæmi. EN: Samningsstaða Íslands, með eða án Icesave, getur ekki verið góð rétt eftir mesta bankahrun í sögu nokkurrar þjóðar! Samningsferlið er langt og það mun taka ár ef ekki áratugi að ganga frá þessum samningum. Auðvitað horfir ESB hýrum augum til auðlinda Íslands, sérstaklega fiskimiða, það þarf engum að koma á óvart. En hvað liggur þessi ósköp á? Fyrir mína parta þá fannst mér það vera rangt af ríkisstjórninni að knýja fram umsókn án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fyrst fram til að fá fram vilja þjóðarinnar. Mér finnst líka rangt af ríkisstjórninni að hampa síðan ESB sem einhverri svipu til að fá Icesave lögin samþykkt - bæði frá í sumar og eins núna. Það eru í mínum huga lítil klókindi að setjast að samningaborði við mun sterkari aðila þegar maður er í veikustu stöðu sem hann hefur nokkru sinni verið. Það bara skil ég ekki.
Kveðja,
![]() |
Gæti frestað aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2010 | 17:40
Sammála
Ég er einfaldlega sammála Ólafi um þetta. Þjóðaratkvæðagreiðslur ættu að vera um miklu fleiri stórmál í þjóðfélaginu og vera grundvöllur að sterku lýðræði.
Kveðja,
![]() |
Staða forseta og stjórnar óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 21:05
Lögin sem verður kosið um
Fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér lögin sem forseti Íslands hafnaði, þá
er hægt að lesa lögin hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0626.html Upprunalega frumvarpið má lesa hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0076.html og umræður og önnur skjöl er hægt að nálgast hér: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=138&mnr=76
Það verður að hafa algjörlega hugfast að hér er EKKI um IceSave samninginn að ræða, heldur eingöngu samning um fyrirvarana sem voru settir við upprunalega IceSave samningin í meðförum þingsins í sumar. Bretar og hollendingar höfnuðu þessum fyrirvörum og því var gert nýtt samkomulag og lagt fram frumvarp um breytingar á lögunum um IceSave samninginn. Þessi lög sem Ólafur neitaði að undirrita rifta ekki IceSave samningnum, heldur einfaldlega setja hann á byrjunarreit frá því eftir að Alþingi samþykkti hann með fyrirvörum í sumar. Hver sem niðurstaðan í þjóðaratkvæðinu verður þá er þetta ekki í mínum huga eitthver dómsdagsmál. Ákvörðun Ólafs setur að mínu mati meiri pressu á þetta mál á alþjóðavettvangi. Nú hafa fleiri áhuga á því og fjölmiðlar erlendis fara að grafa í þetta. Mér sýnist það vera að koma fram í dag að fjölmiðlar erlendis eru að skoða þessi mál frá öðrum sjónarhorni og eins er með matsfyrirtækin sem hafa haldið að sér höndum nema Fitch sem virðist vera afskaplega taugaveiklað fyrirtæki.
Kveðja,
6.1.2010 | 17:22
Ekki forsetanum að kenna???
Hvernig getur staðið á því að þessi stöðvun sem átti að vera upphafið að endalokunum er svo bara ekki forsetanum að kenna eftir allt??? Og svo eru þeir ekki einu sinni að hætta við þetta, bara að taka pásu þar til samningar eru undirritaðir... Æ, æ... Ég verð bara að taka mér frí og leggja mig smástund...
Kveðja,
![]() |
Bíða eftir fjárfestingarsamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2010 | 20:04
Spilað með spjöldum
mbl.is hefur eftir Árna Sigurjónssyni: "það er verið að skoða spjöldin." Skv. Bloomberg.com (http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=aU60QuS1JzCQ) þá sagði Árni: "the cards are being looked at." "Cards" getur þýtt ýmisleg, svo sem spjöld eða spil. Í þessu tilfelli er verið að tala um spil, ekki spjöld. "Spá í spilin" er gott og gamalt orðatiltæki á íslensku sem gæti átt vel við hér.
Kveðja frá Port Angeles,
![]() |
Nauðsynlegt að fá niðurstöðu fljótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 17:01
Loftsteinar
Mér finnst þetta athyglisvert framtak hjá rússum. Fyrr eða síðar mun koma að því að lífi á jörðinni verði ógnað af árekstri loftsteina og með þessu framtaki væri hægt að prófa mismunandi úrræði til að kanna hvað hentar best til að beina loftsteinum á nýja sporbraut sem ekki ógnar jörðinni. Þar sem hættan er lítil á að þessi loftsteinn rekist á jörðina þá er hann tilvalið tilraunadýr þar sem hann verður mjög nálægt og hægt verður að beita þeirri tækni sem tiltæk er til að reyna að hafa áhrif á hann. Þessi steinn er líka tiltölulega lítill svo það ætti að vera auðveldara að hnika honum til og þar með fá dýrmæta reynslu sem getur nýst þegar stærri loftsteinar koma í heimsókn.
Kveðja,
![]() |
Rússar vilja bjarga jörðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2009 | 22:50
Þeir, þau og þær
Í fréttinni segir:
"Bretar fylgjast vel með því hvernig bæjarfélögum og góðgerðarstofnunum gengur að endurheimta það fé sem þær lögðu inn í íslensku bankana fyrir hrun."
Bretarnir (karlkyn) og bæjarfélögin (hvorugkyn) verða að kvenkyni (þær) í umfjöllum mbl.is. Tvö kyn eru kynnt til sögunnar en svo fréttamaður getur ekki gert upp á milli þeirra og klofnar í afstöðu sinni og allt dótið verður svo bar kvenkyns. Það er hægt að gera betur en þetta:)
Kveðja
![]() |
Íslandspeningar smám saman að endurgreiðast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |