Færsluflokkur: Bloggar

Furðulegt vegabréfakerfi Íslands

Ísland hefur eitthvað það skrítnasta vegabréfakerfi sem fyrirfinnst í heiminum.  A.m.k. veit ég ekki um neitt annað land, sem getur aðeins afgreitt vegabréfaumsóknir á 5 eða 6 stöðum í heiminum og krefst viðveru umsækjanda!  

Hér í Bandaríkjunum er aðeins hægt að sækja um endurnýjun vegabréfa í sendiráði Íslands í Washington DC.  Og aðeins á morgnana því þeir þurfa að vera í beinu tölvusambandi við Ísland til að hægt sé að gera þetta.  Það eru að ég held 5 aðrir staðir utan Bandaríkjanna og Íslands þar sem hægt er að ganga frá umsókn um endurnýjun vegabréfs.  

Íslenska vegabréfið mitt rann út 2011 of hef ég ekki endurnýjað það.  Það var annað hvort að fara til Washington DC eða fara til Reykjavíkur (álíka langt flug, en heldur dýrara að fara til Íslands)  Þegar ég endurnýjaði vegabréfið 2001 þá bjó ég í Texas og þetta var einfalt mál að fara í Ræðismannsskrifstofu Íslands í Dallas og ganga frá þessu og fara svo aftur til að taka við vegabréfinu.  Ekkert stórkostlegt vesen.  Nú getur Ræðismannsskrifstofan í Seattle aðeins bent á Sendiráðið í DC!

Til gamans skoðaði ég hvernig þetta er í nokkrum löndum og í flestum tilfellum er hægt að gera þetta í gegnum póst, eða með heimsókn í næstu Ræðismannsskrifstofu eða Sendiráð.

Ég leysti þetta vandamál með því að sækja um bandarískan ríkisborgararétt, sem var mun minna mál heldur en að fá íslenskt vegabréf!!!


mbl.is Hafa fengið nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarbrögð gegn konum

Í gegnum aldirnar hefur hin kristna kirkja, eins og sú íslamska, gert hvað hún getur til að berja niður sjálfstæði kvenna til ákvarðana sem varða þeirra eigið líf og eigin líkama.  Kirkjan ákvað á sínum tíma að konur væru réttdræpar fyrir galdra.  Kirkjan ákvað að konur væru ekki jafn réttháar körlum.  Kirkjan ákvað að konur ættu að vera undirgefnar körlum og karlaveldið skyldi blíva með góðu eða illu.  Þetta er allt ógurlega miðaldalegt en það er víst hluti fólks í hinum vestræna heimi sem lifir í þeirri trú og von að sextánda öldin komi aftur.  Ég vona til allra góðra vætta að þessum rugludöllum verði ekki að ósk sinni og að fólk getir haldið áfram inni framtíðina í stað þess að kveða upp drauga ömurlegrar fortíðar til þess að friðþægja fáeinum bullustrokkum.

Kveðja, 


mbl.is Auðmýkjandi og ekki hlutlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegasta fyrirsögn í langan tíma!

Þessi fyrir sögn: "Slátrun kemur í veg fyrir dráp" hlýtur að vera sú fáránlegasta, sem ég hef séð í langan tíma!  Slátrun getur aldrei komið í veg fyrir dráp, því það er jú það sem slátrun er - dráp á lifandi dýri.  Ef hægt er að slátra dýrum án þess að þau séu drepin er þar með komin lausn á fæðuvanda heimsins!  Bara slátra sama dýrinu aftur og aftur!  Þvílíkt og annað eins! cool


mbl.is Slátrun kemur í veg fyrir dráp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðarlega???

"Yf­ir­maður banda­ríska hers­ins í Evr­ópu seg­ir góðarlega ógn stafa af Rúss­um"

Ekki veit ég hvað þetta "góðarlega" á að merkja, en hér hlýtur að vera um einhverskonar prentvillu að ræða!


mbl.is „Af Rússlandi stafar ógn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðslur fyrir höfundarrétt

Greiðslur fyrir höfundarrétt eru einu tekjur sem fjölmargir listamenn hafa.  Ég skora því á hæstvirtan þingmann Pírata að segja sig frá þingfararkaupi og lifa án tekna í svo sem eitt ár.  Ef listamenn geta lifað án þess að fá greitt fyrir, þá hlýtur þjóðin að geta notið starfskrafta þingmannsins án þess að hann fái greitt fyrir það:)  

 

Kveðja 


mbl.is „Það góða er að þetta mun ekki virka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl 2.0

Íslenska Ruglið er byrjað aftur, nú í útgáfu 2.0.  Nú er bara spurning hvað það tekur fjármálasnillingana langan tíma til að byggja upp nýtt hrun.  Lærði enginn neitt af einu versta efnahagshruni veraldar?  Það virðist a.m.k. ekki vera að íslendingar hafi gert það...

Kveðja, 


mbl.is 90% lán til bifreiðakaupa komin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bati eða vís dauði

Ef ég skildi rétt þá var þessum litla snáða hugaður bráður dauði af heilbrigðiskerfinu í Bretlandi en er nú talinn eiga 70% lífslíkur í Tékklandi.  Það er eitthvað sem ekki er alveg að ganga upp.  Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli.  Ég vona svo sannarlega að þessi strákur sigrist á krabbameininu, hvað sem öllum læknavísindum líður og geti lifað góðu lífiv:)

 


mbl.is Telja að Ashya nái bata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Countrywide Financial ekki Countryworld

Ég vil bara benda á að fjármálafyrirtækið hét Countrywide ekki Countryworld!  Fyrir 2008 lánuðu þeir nánast öllum sem vildu fá peninga til húsnæðiskaupa án tillits til eignastöðu, lausafjárstöðu eða tekna!  Við vorum með lán hjá þeim sem við endurfjármögnuðum 2005 eða 2006.  Við seldum húsið í September 2008 ;)

 

Kveðja frá Port Angeles! 


mbl.is Gert að greiða 16,7 milljarða dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrottafenginn morðingi

Ég skil ekki alveg af hverju orðið "hrottafengins" er innan gæsalappa.  Oftast eru gæsalappir notaðar svona til að gefa til kynna vafa, en mér finnst lítill vafi leika á að þessi morðingi er hrottafenginn...

Kveðja 


mbl.is Leita „hrottafengins“ morðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í byrjun árs 2013...

Annað hvort er hér um ára rugling að ræða og þetta hefur átt að vera 2014 eða 2015, eða þessi frétt og/eða skýrslan er eitthvað skrýtin.  

EF þetta er rétt, þá var það ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem stöðvaði viðræður við EU, ekki ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar.  Hvaða viðræðum við EU var þá verið að slíta síðasta sumar??? 


mbl.is Höfðu þegar náð fram sérlausnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband