23.10.2009 | 15:48
Enginn tími til að fara yfir svörin...
Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir alla hagsmuna aðila að ekki hafi unnist tími til vandlegrar yfirferðar á svörum til ESB hjá Bændasamtökunum eins og segir í fréttinni: "Svörin í heild sinni hafi ekki komið til formlegrar yfirferðar hjá Bændasamtökunum, enda hafi hvorki verið tími né aðstæður til vandlegrar yfirferðar."
Sú spurning hlýtur að vakna hvort það sama hafi verið upp á teningnum hjá samtökum í fiskveiðum- og vinnslu og hjá samtökum iðnaðarins. Mér finnst það alveg fráleitt að ESB málið sé keyrt yfir þjóðina með þessum látum. Samkvæmt þeim könnunum sem ég hef haft fréttir af þá er alsendis óvíst hvort meirihluti þjóðarinnar stendur á bak við umsókn að ESB. Þetta mál hefur verið keyrt af miklu afli í gegn og án þess nauðsynlega undirbúnings sem hefði átt að vera, svo sem öflugt kynningarstarf á starfsemi ESB og raunverulegri umræðu um kosti og galla aðildar.
Þar sem ég hef búið erlendis í 14 ár, þar af 3 ár í Danmörku, þá hef ég svosem ekki sérlega sterkar skoðanir á þessu máli, en það þarf að vera miklu meiri umræða og umfjöllun um þetta heldur en ég hef séð í íslenskum fjölmiðlum. Mér finnst eins og það eigi að keyra þetta í gegn í skjóli og skugga efnahagskreppunnar. Samkvæmt því sem ég hef lesið þá er mjög ólíklegt að Ísland geti orðið aðildarríki fyrr en eftir nokkur ár, svo mér finnst að það hefði alveg mátt taka þessu rólega og taka yfirvegaðar ákvarðanir en ekki vera að þessu fumi og fálmi sem mér finnst hafa einkennt þetta mál (og fleiri) í meðferð íslenskra stjórnvalda.
Kveðja,
![]() |
Bændasamtökin fóru ekki yfir svörin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |