30.11.2009 | 18:41
Þjóðsöngur eða nasistasöngur
Þegar ég var að læra landafræði hér í gamladaga (í kringum og uppúr 1970) þá var mér kennt að "Deutschland, Deutschland über alles" væri þjóðsöngur Þýskalands. Ég man aldrei eftir að hafa tengt nafnið við Nasista, svo þessi frétt kom mér algjörlega í opna skjöldu. Og þetta er þjóðsöngur þjóðverja en eftir að þýsku ríkin sameinuðust þá er aðeins þriðja versið skilgreint sem þjóðsöngur Þýskalands. 1945 var fyrsta versið bannað af bandamönnum sem þjóðsöngur, en þessi söngur hafði ekkert með nasista að gera enda skrifaður á nítjándu öld og samþykktur sem þjóðsöngur 1922 ef ég man rétt. Það er margt skrítið í kýrhausnum!
Kveðja,
![]() |
Nasistasöngur vakti litla lukku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |