Út fyrir

Í fyrirsögn segir "Út fyrir gröf og dauða"  Ég er nú farinn að ryðga svolítið í íslenskunni eftir rúm 13 ár erlendis, en ég er nokkuð viss um að þetta orðtæki eigi að vera "út YFIR gröf og dauða"

Kveðja,


mbl.is Út yfir gröf og dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengdir aðilar í botnlausum fréttum

Stjórnendur Landsbankans litu á stærsta hluthafa bankans sem ótengdan aðila.  Litu stjórnendur bankans einnig á sjálfa sig sem ótengda aðila?  Sérkennileg afstaða og algjörlega óútskýrt hvers vegna stjórnendurnir litu á Björgólf Thor sem óskyldan aðila. 

Enn og aftur eru fréttamenn ekki með rökhugsunina í lagi og fara ekki á veiðar eftir frekari skýringum.  Í fréttin segir: "Fyrrverandi stjórnendur gamla Landsbankans segjast ekki hafa litið á Björgólf Thor Björgólfsson sem tengdan aðila" 

Hverjum sögðu stjórnendurnir þetta?  Fréttamanni?  Rannsóknarnefnd?  Saksóknara? 

Hvaðan er þetta haft?  Beint frá stjórnendum/stjórnanda?  Frá öðrum fréttamanni?  Áreiðanlegum heimildarmanni (hvar?)? 

Það mætti gjarnan koma fram akkúrat hverjum þetta er haft eftir, þ.e.a.s. ef þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu, ákveðin stjórnandi sagði þetta, eða eitthvað annað

Hverjar voru skýringar stjórnendanna á því að þeir litu svo á að Björgólfur Thor væri EKKI tengdur aðili þó svo að hann ætti stærsta eignarhlutinn í bankanum? 

Kveðja,


mbl.is Litu ekki á Björgólf Thor sem tengdan aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband