Tengdir aðilar í botnlausum fréttum

Stjórnendur Landsbankans litu á stærsta hluthafa bankans sem ótengdan aðila.  Litu stjórnendur bankans einnig á sjálfa sig sem ótengda aðila?  Sérkennileg afstaða og algjörlega óútskýrt hvers vegna stjórnendurnir litu á Björgólf Thor sem óskyldan aðila. 

Enn og aftur eru fréttamenn ekki með rökhugsunina í lagi og fara ekki á veiðar eftir frekari skýringum.  Í fréttin segir: "Fyrrverandi stjórnendur gamla Landsbankans segjast ekki hafa litið á Björgólf Thor Björgólfsson sem tengdan aðila" 

Hverjum sögðu stjórnendurnir þetta?  Fréttamanni?  Rannsóknarnefnd?  Saksóknara? 

Hvaðan er þetta haft?  Beint frá stjórnendum/stjórnanda?  Frá öðrum fréttamanni?  Áreiðanlegum heimildarmanni (hvar?)? 

Það mætti gjarnan koma fram akkúrat hverjum þetta er haft eftir, þ.e.a.s. ef þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu, ákveðin stjórnandi sagði þetta, eða eitthvað annað

Hverjar voru skýringar stjórnendanna á því að þeir litu svo á að Björgólfur Thor væri EKKI tengdur aðili þó svo að hann ætti stærsta eignarhlutinn í bankanum? 

Kveðja,


mbl.is Litu ekki á Björgólf Thor sem tengdan aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband