16.1.2010 | 06:55
Hamra járnið
Gamalt máltæki segir að hamra skuli járnið með heitt sé. Þá segir einnig að hamra megi deigt járn svo bíti. Mér finnast bæði þessi máltæki eiga vel við í þeirri stöðu sem Ísland er í í dag. Það er lag, og það þarf að nota það af visku og yfirvegun. Mér finnst alltof mikill flumbrugangur á flestum stjórnarliðum. Það er hlaupið úr einu í annað og það vantar alla yfirvegun.
Mér finnst Ögmundur Jónasson komast vel að orði á bloggi sínu (http://www.ogmundur.is/) um yfirlýsingar sænska fjármálaráðherrans (http://www.ogmundur.is/stjornmal/nr/5007/) og ég er alveg hjartanlega sammála Ögmundi!
Ólafur Ragnar opnaði gluggan og nú er komið að ríkisstjórninni að lofta út, gera hreint og klára þetta mál með hagsmuni ÍSLANDS í fyrirrúmi, ekki hagsmuni Breta eða Hollendinga. Þeir eru einfærir að sjá um sig, við þurfum að sjá um OKKUR!
Þó ég hafi búið í tæp 14 ár erlendis þá koma eftirfarandi ljóðlínur alltaf í hugan þegar ég skrifa hérna á blogginu um þá stöðu sem Ísland er nú í:
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð...
Kveðja,
![]() |
Leggi fram nýjan samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |