Og???

Ég bara skil ekki fum og fát ríkisstjórnarinnar út af ESB!  Ég er svosem ekkert sértaklega með eða á móti ESB - hef ekki búið á Íslandi í 15 ár og er komin nokkuð úr sambandi við þessi mál svo ég hef lágmarksskoðun á þessu dæmi.  EN:  Samningsstaða Íslands, með eða án Icesave, getur ekki verið góð rétt eftir mesta bankahrun í sögu nokkurrar þjóðar!  Samningsferlið er langt og það mun taka ár ef ekki áratugi að ganga frá þessum samningum.  Auðvitað horfir ESB hýrum augum til auðlinda Íslands, sérstaklega fiskimiða, það þarf engum að koma á óvart.  En hvað liggur þessi ósköp á?  Fyrir mína parta þá fannst mér það vera rangt af ríkisstjórninni að knýja fram umsókn án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fyrst fram til að fá fram vilja þjóðarinnar.  Mér finnst líka rangt af ríkisstjórninni að hampa síðan ESB sem einhverri svipu til að fá Icesave lögin samþykkt - bæði frá í sumar og eins núna.  Það eru í mínum huga lítil klókindi að setjast að samningaborði við mun sterkari aðila þegar maður er í veikustu stöðu sem hann hefur nokkru sinni verið.  Það bara skil ég ekki.

Kveðja,

 


mbl.is Gæti frestað aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband