3.12.2010 | 21:17
Non-operational assets
Ég skil þetta ekki. Non-operational assets eru skilgreindar svo á Investopedia.com: "Classes of assets that are not essential to the ongoing operations of a business, but may still generate income or provide a return on investment." (http://www.investopedia.com/terms/n/nonoperatingasset.asp), sem bendir til að orðalagið eigi við félög í eigu Kaupþings?
Hvort heldur eru félög í eigu Kaupþings eða ekki, þá er það með öllu óskiljanlegt hvernig 65% af útistandandi lánum séu veitt félögum sem hefðu aldrei getað greitt þau til baka? Þessum peningum var komið í umferð án þess að þeir yrðu til. Ég get ekki séð að þetta sé neitt annað en sönnun þess að það hafi verið rekið peningaþvætti í íslensku bönkunum! 810 milljörðum króna var komið í umferð í íslenska hagkerfinu án þess að þessir peningar væru til - án þess að nokkrar einustu eignir, eða rekstur stæði á bak við þessi fyrirtæki. Og PricewaterhouseCoopers segir að endurskoðendur hafi ekkert fundið að rekstri bankanna og undirskriftir endurskoðenda hafi verið í samræmi við lög og reglur. Ég get ekki séð annað en að þetta sé allt ein samansúrruð glæpasaga frá upphafi til enda!
Kveðja,
![]() |
Fá um 25% lána endurgreidd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |