Non-operational assets

Ég skil þetta ekki.  Non-operational assets eru skilgreindar svo á Investopedia.com: "Classes of assets that are not essential to the ongoing operations of a business, but may still generate income or provide a return on investment." (http://www.investopedia.com/terms/n/nonoperatingasset.asp), sem bendir til að orðalagið eigi við félög í eigu Kaupþings?

Hvort heldur eru félög í eigu Kaupþings eða ekki, þá er það með öllu óskiljanlegt hvernig 65% af útistandandi lánum séu veitt félögum sem hefðu aldrei getað greitt þau til baka?  Þessum peningum var komið í umferð án þess að þeir yrðu til.  Ég get ekki séð að þetta sé neitt annað en sönnun þess að það hafi verið rekið peningaþvætti í íslensku bönkunum!  810 milljörðum króna var komið í umferð í íslenska hagkerfinu án þess að þessir peningar væru til - án þess að nokkrar einustu eignir, eða rekstur stæði á bak við þessi fyrirtæki.  Og PricewaterhouseCoopers segir að endurskoðendur hafi ekkert fundið að rekstri bankanna og undirskriftir endurskoðenda hafi verið í samræmi við lög og reglur.  Ég get ekki séð annað en að þetta sé allt ein samansúrruð glæpasaga frá upphafi til enda! 

Kveðja,

 


mbl.is Fá um 25% lána endurgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þessar fréttir um NOA lán Kaupþings eru mjög gamlar.  Þær hafa legið fyrir frá því í febrúar 2009 og er raunar sú tala sem minnst hefur breyst.

Ólafur Garðarsson, slitastjóri Kaupþings, og hans fólk eiga hrós skilið fyrir að gefa út greinargóðar skýrslur um gang mála.  Mikið vildi ég að aðrar slitastjórnir ynnu sín mál eins mikið fyrir opnum tjöldum.

Marinó G. Njálsson, 4.12.2010 kl. 00:52

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

NOA eru eignarhaldsfélög ýmissa sérvalinna viðskiptavina og lesa má um þau í lánabók Kaupþings sem lak út á netið á sínum tíma.  Ef þú átt hana ekki skal ég senda þér hana.  Þú sendir mér bara línu.

Marinó G. Njálsson, 4.12.2010 kl. 00:53

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Aha!  Þakka þér upplýsingarnar - jú ég á lánabókina á PDF ásamt restina af hruninu;)  Það sem ég áttaði mig ekki á var hversu geysistór hluti af þessum fyrirtækjum voru skúffufyrirtæki sem ekki voru í neinum rekstri.  Búinn að vera of lengi að heiman til að átta mig á þessum ósköpum!!!  Getur svona lagað með nokkru móti talist eðlilegt með tilliti til endurskoðunar löggiltra endurskoðenda? 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 4.12.2010 kl. 07:06

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Arnór: ég á líka "restina af hruninu" á PDF. Við ættum kannski að opna bókasafn og rannsóknasetur daginn sem síðasta þrotabúinu verður endanlega slitið.

Eða kannski verður þetta þá allt komið á wiki ? ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2010 kl. 23:40

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Guðmundur,

Þú segir nokkuð;)  Maður bara áttar sig ekki á samhenginu á þessum hlutum, þetta er svo brenglað allt saman!  Nóg um það, nú er bara að halda sér í jólaskapinu og forðast köttinn;)

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 5.12.2010 kl. 01:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband