9.3.2010 | 16:57
Mikilvægt að kynna málstað Íslands
Í hartnær eitt og hálft ár hefur lítið sem ekkert verið gert í því að kynna málstað Íslands. Það gætir misskilnings í málflutningi embættismanna og ráðamanna erlendis sem átta sig ekki á því nákvæmlega um hvað þetta Icesave mál snýst. Maður sér þetta glöggt í viðtölum við ráðamenn á Norðurlöndunum sem sjá Icesave sem skuldbindingu Íslendinga þó svo að þetta sé skuldbinding Breta og Hollendinga.
Icesave eins og það liggur fyrir, sem ríkisábyrgð á greiðslur úr Tryggingasjóði Innlána, er ekki skuld sem var stofnað til af Íslands hálfu, heldur Breta og Hollendinga, sem þeir vilja knýja Íslendinga til þess að taka yfir. Ef þeir hefðu látið þessi mál þróast á eðlilegan hátt þá hefði Landsbankinn orðið gjaldþrota og eignir hans hefðu runnið til að greiða innistæðueigendum samkvæmt lögum og reglum. Bretar og Hollendingar tóki fram fyrir hendur laga og réttar og bjuggu til þetta rugl upp á þeirra einsdæmi. Það er ekki við Íslendinga að sakast að þeir séu tregir til að semja um greiðslur á "láni" sem þeir tóku ekki og stóðu ekki fyrir "lántökunni".
Málpípur stjórnvalda hafa allt of lengi verið uppteknar af að segja málstað Ísland slæman og Breta og Hollendinga góðan, svo undarlegt sem það nú er! Það er mál að linni og að stjórnvöld fái í lið með sér fólk sem getur tekið og kynnt málstað Íslands, sem þýðir væntanlega að leita þarf út fyrir landsteinana svo öfugsnúið sem það nú hljómar!
Kveðja,
![]() |
Hættum að etja flokkunum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2010 | 16:39
"Ísland stendur undir skuldum sínum"
Ég er alveg sammála um að Ísland standi undir skuldum sínum. Ég er hinsvegar ekki sammála um að Icesave eigi að vera talið sem "skuldir Íslands" Ástæðan er einfaldlega sú að Hollendingar og Bretar stofnuðu til þessarar skuldar, ekki Íslendingar. Ef Hollendingar og Bretar hefðu farið fram með eðlilegum máta gagnvart hruni Landsbankans og látið þessi mál ganga eðlilega leið, þá væri engin skuld, ekkert Icesave, því eignasafn Landsbankans hefði verið sett á móti þessum skuldum og greitt eftir því sem lög og reglur gera ráð fyrir.
Ég er líka sammála um að Íslendingar eigi að greiða þetta tjón, en það hlýtur að eiga að fara að lögum og reglum um það, þó Bretar og Hollendingar hafi virt lög og reglur að vettugi með flumbrugangi sínum þegar hrunið varð. ÞÁ trúðu þeir því ekki að Ísland gæti borgað þetta svo þeir bara ákváðu að gera það sjálfir og senda hræinu svo reikninginn.
Ísland hefur alla burði til að standa undir skuldum sínum, en "skuldir" sem aðrar þjóðir búa til og senda okkur reikninginn fyrir hljóta að lenda á eftir forgangsskuldum í greiðsluröðinni!
Kveðja,
![]() |
Ísland getur vel borgað skuldina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |