Læra af reynslunni

Enn eru menn algjörlega að fara á límingunum því forsetinn bendir mönnum á að þetta gæti bara verið upphafið.  Og enn eru menn tættir og reyttir eins og hænur í hvirfilbyl út af einhverju sem Ólafur Ragnar segir, sem ég get ekki séð annað en sé satt og rétt og vel athugunar virði. 

Mér sýnist einmitt vera mjög mikilvægt bæði fyrir Íslendinga og ríkisstjórnir í Evrópu að setjast nú niður og skoða reynsluna af þessu gosi í Eyjafjallajökli.  Það er alveg augljóst að eldgos á Íslandi geta sett allt úr skorðum bæði á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum.  Það hefur verið gagnrýnt af flugfélögum að reglur um lokanir flugsvæða séu allt of strangar en á sama tíma hafa borist fréttir af skemmdum á vélum Finnska flughersins og flughers NATO vegna ösku í háloftunum.  Það verður ekki bæði sleppt og haldið og það þarf að gera eins miklar rannsóknir á þessu og hægt er einmitt til þess að hægt sé að undirbúa þetta svæði fyrir Kötlugos sem enginn vill að minnst sé á en hver maður hlýtur að vita að er á dagskrá næstu ár eða áratugi.  Aldrei áður hefur komið eins stórt öskugos á Íslandi eftir að heimurinn varð jafnháður flugi og núna.  Íslensk eldfjöll eru nær þéttum byggðum sem ekki verður auðveldlega farið framhjá, heldur en flest önnur eldfjöll í heimi.  Það eru líka aðrar eldstöðvar sem eru komnar á, eða að komast á tíma, sem þarf að huga að. 

Veruleikafirring gefur mönnum lítið í aðra hönd eins og sést best á bankaruglinu.  Ætla Íslendingar að stinga hausnum í sandinn, eða öskuna, og afneita hættu á eldgosum á Íslandi líka?  Ef þessi væll í Íslendingum heldur áfram þá fara Bretar örugglega að hugsa sig um hvort þeir eigi ekki að senda reikninginn fyrir tapi á flugi til Íslands á eftir Icesave þar sem Íslendingar séu orðir svo lafhræddir við allt að þeir mundi bara samþykkja það möglunarlaust. 

Kveðja,

 


mbl.is Gosið nú lítið annað en æfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband