Læra af reynslunni

Enn eru menn algjörlega að fara á límingunum því forsetinn bendir mönnum á að þetta gæti bara verið upphafið.  Og enn eru menn tættir og reyttir eins og hænur í hvirfilbyl út af einhverju sem Ólafur Ragnar segir, sem ég get ekki séð annað en sé satt og rétt og vel athugunar virði. 

Mér sýnist einmitt vera mjög mikilvægt bæði fyrir Íslendinga og ríkisstjórnir í Evrópu að setjast nú niður og skoða reynsluna af þessu gosi í Eyjafjallajökli.  Það er alveg augljóst að eldgos á Íslandi geta sett allt úr skorðum bæði á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum.  Það hefur verið gagnrýnt af flugfélögum að reglur um lokanir flugsvæða séu allt of strangar en á sama tíma hafa borist fréttir af skemmdum á vélum Finnska flughersins og flughers NATO vegna ösku í háloftunum.  Það verður ekki bæði sleppt og haldið og það þarf að gera eins miklar rannsóknir á þessu og hægt er einmitt til þess að hægt sé að undirbúa þetta svæði fyrir Kötlugos sem enginn vill að minnst sé á en hver maður hlýtur að vita að er á dagskrá næstu ár eða áratugi.  Aldrei áður hefur komið eins stórt öskugos á Íslandi eftir að heimurinn varð jafnháður flugi og núna.  Íslensk eldfjöll eru nær þéttum byggðum sem ekki verður auðveldlega farið framhjá, heldur en flest önnur eldfjöll í heimi.  Það eru líka aðrar eldstöðvar sem eru komnar á, eða að komast á tíma, sem þarf að huga að. 

Veruleikafirring gefur mönnum lítið í aðra hönd eins og sést best á bankaruglinu.  Ætla Íslendingar að stinga hausnum í sandinn, eða öskuna, og afneita hættu á eldgosum á Íslandi líka?  Ef þessi væll í Íslendingum heldur áfram þá fara Bretar örugglega að hugsa sig um hvort þeir eigi ekki að senda reikninginn fyrir tapi á flugi til Íslands á eftir Icesave þar sem Íslendingar séu orðir svo lafhræddir við allt að þeir mundi bara samþykkja það möglunarlaust. 

Kveðja,

 


mbl.is Gosið nú lítið annað en æfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi uppákoma yfir þessu viðtali við forsetann er með ólíkindum. Hann sagði ekkert sem ekki hefur verið margtuggið í öllum fréttatímum undanfarnar vikur bæði af vísindamönnum og öðrum.

Nú sparkar bæði hægri og vinstri fótur í forsetann. Sá vinstri af því hann er enn í fýlu yfir synjun forsetans á Icesave draslinu. Sá hægri, sem hrósaði og lofaði forsetann fyrir Icesave, getur ekki lengur setið á sér og lætur eðlið ráða og sparkar sem aldrei fyrr.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 15:34

2 identicon

Allt er þetta satt og rétt hjá Ólafi, en eins og málshátturinn segir: oft má satt kjurrt liggja. Í þessu sambandi talar aðili sem "á að tala af myndugleika", þ.e. forseti landsins, þannig að orð hans hafa vægi. Og það vægi var ekki lengi að sýna sig. Allar línur rauðglóandi erlendis frá hjá samræmingarmiðstöðinni þar sem verið sé að afla upplýsinga um það hvenær (ath. ekki hvort) búist sé við því að Katla gjósi, og einnig eru allar línur rauðglóandi hjá ferðaskrifstofunum þar sem útlendingar eru að afboða koma sína og ferðir til landsins þar sem von sé á dómadagsatburðum hér á landi skv. ummælum forsetans. Á SAMA TÍMA ER KATLA BARA EKKERT AÐ BÆLA Á SÉR EÐA SÝNA NEIN MERKI UM AÐ VERA AÐ FARA AÐ GJÓSA.

Menn eru því ekkert að missa sig yfir ummælum forsetans sem slíkum. Menn eru að missa sig yfir heimsku forsetans að láta þessi ummæli út úr sér í ljósi þess skaða sem þau geta haft fyrir land og þjóð, og sem berlega hefur verið að koma í ljós núna strax í kjölfar þessara orða. Þau viðbrögð sem komið hafa staðfesta það svo ekki verði um villst að full ástæða er að setja ritskoðun á það sem forsetinn lætur fara frá sér.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 16:05

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sigurður og takk fyrir póstinn.

Eftir að hafa fylgst nokkuð stíft með fréttum undanfarna daga, bæði á Íslandi og hér úti,  þá hefur mér sýnst að jarðfræðingar og aðrir vísindamenn sem til eiga að þekkja hafi rætt talsvert um að líkur á Kötlugosi hafi aukist verulega við gosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli og jafnvel tekið svo djúpt að það megi reikna með Kötlugosi.  Þetta er einfaldlega byggt á því að Kötlugos og gos í Eyjafjallajökli virðast tengd.  Ekkert meira eða minna.  Þetta hefur verið í fréttum út um allan heim.  Daginn eftir að byrjaði að gjósa á Fimmvörðuhálsi var það fréttum á Fox News hér í Bandaríkjunum að hætta væri á Kötlugosi og útskýrt hvað það gæti haft í för með sér í sambandi við öskufall og flóð.  Þetta er því ekkert sem Ólafur er að búa til eða segja eitthvað sem hefur ekki verið á allra vitorði erlendis undanfarinn mánuð eða svo og margtuggið af erlendum fjölmiðlum vikum saman.  Ég held það hefði þótt mjög ótrúlegt ef Ólafur hefði EKKI talað um þetta. 

Menn eru alveg að fara á límingunum vegna þess að forsetinn segir bara eins og er og er ekkert að fela þetta.  Sama og þegar hann setti tappann í Icesave ruglið sem allt var að drepa.  Það var talað um það fyrir nokkrum dögum í sjónvarpsfréttum að ferðamenn væru að afboða ferðir til Íslands, m.a. vegna ótta við yfirvofandi Kötlugos.  Var það vegna þess sem Ólafur sagði á BBC 3 dögum seinna?  Ef menn halda að umheimurinn viti ekki hvað er að ske á Íslandi núna þá er menn einfaldlega ekki með á nótunum. 

Mér finnst að menn þurfi að kæla aðeins á sér og skoða þessi mál út frá öryggis-sjónarmiðum og að það verði settir á laggirnar starfshópar með Íslenskum og erlendum sérfræðingum til að skoða hvað má betur fara varðandi flugskipulag og lokanir flugumferðarsvæða þegar eldgos verða á Íslandi, sem og aðra öryggisþætti sem þarf að huga að í sambandi við eldgos á Íslandi.  Í staðin fyrir að hamast í ruglinu, fara að skoða þessi mál skipulega og vinna í því að undirbúa hvernig eigi að bregðast við, bæði á Íslandi og erlendis þegar kemur að því að Katla gýs.  Taka á þessu með rökum í stað rugls.  Skoða áhættuþættina t.d. varðandi ösku og þotuhreyfla.  Mögulegt væri að Íslenskir vísindamenn gætu átt samstarf við flugvélaframleiðendur og framleiðendur þotuhreyfla um rannsóknir á áhrifum mismunandi ösku  á hreyflana og hvort hægt sé að gera einhverjar fyrirbyggandi aðgerðir til þess að draga úr hættunni á að vélarnar drepi á sér þegar þær fá ösku inn í sig. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 20.4.2010 kl. 21:42

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Bara svona aðeins að bæta við þetta svo menn séu ekki alveg að tapa sér:

http://www.foxnews.com/scitech/2010/03/21/hundreds-evacuate-volcano-erupts-iceland/

"There were no immediate reports of injuries or damage from the Eyjafjallajokull volcano, but a state of emergency was declared and scientists feared the eruption could trigger a larger and potentially more dangerous eruption at the Katla volcano."

Þetta var birt fyrir rétt um mánuði síðan á Fox News og var einnig í sjónvarpinu á Fox.  Þá voru menn hér að hringja í mig og spyrja hvort heimurinn myndi farast ef Katla myndi gjósa.  Ég var nú nokkuð brattur og sagði það nú vera ólíklegt og benti á að hún hefði síðast gosið 1918 og hefði ekki valdið teljandi tjóni um heimsbyggðina.  Ég er ekki að gera lítið úr Kötlugosum, en þetta rugl er farið að ganga alveg hreint fram af mér.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 21.4.2010 kl. 01:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband