27.4.2010 | 17:47
Fáránleikinn heldur áfram!
Mér finnst þessi frétt bera með sér að Samkeppniseftirlitið hafi farið algjörlega rangt að við þessa húsleit. Ég get ekki ímyndað mér að hún fái staðist fyrir dómi og þar með ættu gögn frá þessari húsleit að vera dæmd ógild.
Hvernig má það vera að Samkeppniseftirlitið getur ekki leitað eftir fagfólki á sviði upplýsingatækni annarsstaðar en hjá þeim aðila sem kærði Símann? Persónulega er þessi útskýring Samkeppniseftirlitsins rugl og sýnir mér að það er allt í sama ferlinu á Íslandi og verið hefur undanfarinn áratug - bull og rugl allstaðar og svo eru menn alveg steinhissa á að einhverjum skuldi detta það í hug að þeir hafi rangt við! Það var einfaldlega vitlaust gefið í þessari húsleit og Samkeppniseftirlitið ætti að hafa döngun í sér til að viðurkenna þessi fáránlegu mistök!
Kveðja,
![]() |
Segja kæruna ekki styðjast við rök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |