Fáránleikinn heldur áfram!

Mér finnst þessi frétt bera með sér að Samkeppniseftirlitið hafi farið algjörlega rangt að við þessa húsleit.  Ég get ekki ímyndað mér að hún fái staðist fyrir dómi og þar með ættu gögn frá þessari húsleit að vera dæmd ógild.

Hvernig má það vera að Samkeppniseftirlitið getur ekki leitað eftir fagfólki á sviði upplýsingatækni annarsstaðar en hjá þeim aðila sem kærði Símann?  Persónulega er þessi útskýring Samkeppniseftirlitsins rugl og sýnir mér að það er allt í sama ferlinu á Íslandi og verið hefur undanfarinn áratug - bull og rugl allstaðar og svo eru menn alveg steinhissa á að einhverjum skuldi detta það í hug að þeir hafi rangt við!  Það var einfaldlega vitlaust gefið í þessari húsleit og Samkeppniseftirlitið ætti að hafa döngun í sér til að viðurkenna þessi fáránlegu mistök!

Kveðja,

 


mbl.is Segja kæruna ekki styðjast við rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir mörgum árum fannst mér samkeppniseftirlitið mjög lélegt, síðan kom einhverntíman kraftur í það. Síðastliðin ár hef ég tekið eftir því að þeir standa á sínu og berjast fyrir fólkið í landinu. Reyndar ekki af sömu alvöru og tíðkast erlendis, en samt... Því kemur það mér á óvart að þeir hafi farið út í þessa vitleysu. Það er ótækt að fá starfsmenn samkeppnisfyrirtækis til að vinna fyrir sig í svona aðgerð!

Ísland er lítið land. Ísland er að læra.

Valgeir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:00

2 identicon

Hárrétt hjá þér.

Það er með ólíkindum að samkeppniseftirlitið skuli velja fagfólk frá sammkeppnisaðila Símans máli sem er verið að rannsaka milli þessara tveggja fyrirtækja !

Nóg er af tæknifólki sem er hlutlaust sem hefði getað unnið þessa vinnu. Svona vinnubrögð yrðu dæmd dauð og ómerk í ÖLLUM ALVÖRU DÓMSTÓLUM ERLENDIS.

Fáránlegt og gerir ekkert annað en að ýta undir hugmyndir fólks um spillingu í stjórnkerfinu.

Már (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:29

3 identicon

Þrátt fyrir að vera enginn aðdáandi Símans þá verð ég að taka undir með þér þessi orð. Það sem kemur mér hins vegar mest á óvart við þessa frétt (ef ég skil þetta rétt) er að starfsmenn Þekkingar, sem eins og önnur fyrirtæki starfar undir samkeppniseftirlitinu, skuli líka vera starfsmenn samkeppniseftirlitsins???

...eða eins og það er orðað í textanum;

"Samkeppniseftirlitið þurfti því að fá til liðs við sig nokkra einstaklinga með upplýsingatækniþekkingu til að aðstoða við aðgerðina og leitaði til Þekkingar í því skyni. Umræddir einstaklingar voru starfsmenn Samkeppnis-eftirlitsins á vettvangi og störfuðu samkvæmt fyrirmælum og á ábyrgð þess."

Varla getur það talist eðlilegt að samkeppniseftirlitið sé ekki óháð?

Axel (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:37

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Þakka póstana, Már og Valgeir:)

Hér í Bandaríkjum væri svona gögnum ekki leyft að koma fyrir dómstóla í sakamálum því það myndi nær örugglega þýða að málinu yrði vísað frá.  Í almennum málum þá gæti það gengið en þau væru litin hornauga af lögfræðingum og það yrði reynt að fá þeim vísað frá og það fengist sennilega.  Í ljósi þess sem hefur skeð á Íslandi undanfarin ár þá finnst mér svona vinnubrögð bara hreinlega fyrir neðan allar hellur.  Það verður að hreinsa til í hugsunarhættinum líka og svona á bara ekki að þekkjast.  Þetta kom mér mjög á óvart - mér hefur virst samkeppniseftirlit vera eitt af því sem hefur verið nokkuð vel rekið á Íslandi og hlutlaust. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.4.2010 kl. 18:41

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Takk fyrir póstinn Axel:)

Það er einmitt þetta sem stendur í mér.  Hvernig getur Samkeppniseftirlitið starfað ef það er ekki óháð þeim aðilum sem hlut eiga að máli?  Ég get vel skilið að þeir gætu leitað að sérþjálfuðum samstarfsaðilum eins og Þekkingu eða Símanum ef á þarf að halda, en ekki þegar verið er að rannsaka aðila innan sama sérsviðs eða fyrirtækið sem var kært!  Það bara nær engri átt.  Þetta er svona svipað og ef þeir aðilar sem voru mest til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd Alþingis hefðu tekið þátt í rannsóknum á öðrum aðilum sem voru til rannsóknar vegna sérþekkingar sinnar á bankaruglinu!  Þá held ég að hefði heyrst hljóð úr horni einhversstaðar og ekki að ósekju!;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 28.4.2010 kl. 02:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband