15.6.2010 | 08:08
Billjón, ekki billjarður
Hef reyndar aldrei áður heyrt töluheitið billjarð, en skv. Wikipedia þá er þá þúsund milljón milljónir (http://is.wikipedia.org/wiki/Billjar%C3%B0ur) eða þúsund billjónir.
Oft eru þessar tölur ruglingslegar því það eru tveir skalar, langur og stuttur. Skv. langa skalanum samsvarar billjón milljón milljónum, en skv. þeim stutta samsvarar billjón þúsund milljónum. Bandaríkin nota stutta skalan og því er töluheitin milljarður (milliard) og billjarður ekki notuð hér. Billjón dollara hér er það sama og milljarður dollara á Íslandi. Bretar svissuðu yfir í stutta skalann 1974 og tala nú sama "mál" og bandaríkjamenn þegar kemur að þessu.
Skv. fréttum annarsstaðar frá er hér um að ræða verðmæti sem nema um billjón bandaríkjadollara eða trilljón bandaríkjadollara eins og við myndum segja hér í Bandaríkjunum. Svo við höfum þetta í tölustöfum þá er billjón = 1.000.000.000.000 dollarar.
Hinsvegar eru margir sem sjá þessa frétt í svolítið öðru ljósi þar sem hún kemur frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem er ekkert sérstaklega þekkt fyrir jarðfræðikunnáttu og það hefur verið bent á að engar tölur eru til um hversu auðvelt væri að ná þessu úr jörðu og þar með ekkert í hendi um hvort nokkuð af þessu er vinnanlegt eða hagkvæmt. Má t.d. nefna að talið er að á Norðursjávarsvæðinu séu 250 milljarða dollara verðmæti í gulli en enn sem komið er er engin tækni til sem gerir það hagkvæmt að vinna þetta gull.
Kveðja,
![]() |
Ofboðsleg verðmæti í jörðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |