18.6.2010 | 15:30
Einfalt mál...
Ég ætla nú að vera svo óforskammaður að leggja þetta mál upp með einni spurningu: Treystir þú Íslendingum til þess að semja um inngöngu þjóðarinnar í ESB?
Íslendingar hafa samið yfir sig í gegnum gerninga undanfarinna 10 ára, mestu efnahagshörmungar sem nokkur þjóð hefur orðið að þola á friðartímum. Þessi sama þjóð ætlar nú að semja um inngöngu í ESB. Ég treysti ekki Íslendingum til þess að semja um þetta. E.t.v. ættu Íslendingar að fá Norðmenn til að semja fyrir sig;) Ég bara hreinlega treysti ekki Íslendingum til þess að semja um þessa inngöngu án þess að það verði gengið á rétt landsmanna og ég óttast að það sem verði undanskilið í þessum samningum eigi eftir að reynast þjóðinni dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Hér er um stóra fjármálagerninga að ræða og það er svo langt frá því að Íslendingar hafa óflekkað mannorð í því samhengi!
Kveðja,
![]() |
Ákvörðunin veigamikið skref |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2010 | 06:27
Ólöglegir gerningar
"Ekki er fjarri lagi að álykta að lánasamningarnir hefðu með réttum forsendum frá upphafi kveðið á um lögmæta verðtryggingu, tengingu við vísitölu neysluverðs, og eftir atvikum hærri vexti"
Þetta er allt gott og blessað, EN: Lánafyrirtækin stóðu sjálf fyrir því að veita ólögleg lán í hátt í áratug! Það var enginn sem þvingaði þau til þess, þau kusu sjálf að gerast lögbrjótar. Það var þeirra að setja í samninga lögleg kjör á lánum. Þau létu það undir höfuð leggjast og settu ólögleg kjör í lánasamninga. Lánafyrirtækin verða einfaldlega að taka á því vandamáli að þau sjálf hafa brotið landslög á viðsemjendum sínum árum saman. Önnur lánskjör eru einfaldlega ekki til umræðu á lánum þar sem kjör sem um var samið voru ólögleg. Þetta er vandamál lánastofnana og þau geta ekki velt einhverjum aukakostnaði af ólöglegum vöxtum og gengistryggingu yfir á einhverjar aðrar, löglegar, leiðir sem þau kusu að fara framhjá og fundu út að það var miklu einfaldara bara að brjóta lögin og bjóða kjör sem þau gátu ekki staðið við með löglegum hætti! Ef fyrirtæki, eða einstaklingar, brjóta lög, þá verða þau einfaldlega að bera ábyrgð og þann kostnað sem að lögleysu þeirra hlýst. Svo einfalt er þetta.
Kveðja,
![]() |
Lausir endar þrátt fyrir dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |