Ólöglegir gerningar

"Ekki er fjarri lagi að álykta að lánasamningarnir hefðu með réttum forsendum frá upphafi kveðið á um lögmæta verðtryggingu, tengingu við vísitölu neysluverðs, og eftir atvikum hærri vexti"

Þetta er allt gott og blessað, EN:  Lánafyrirtækin stóðu sjálf fyrir því að veita ólögleg lán í hátt í áratug!  Það var enginn sem þvingaði þau til þess, þau kusu sjálf að gerast lögbrjótar.  Það var þeirra að setja í samninga lögleg kjör á lánum.  Þau létu það undir höfuð leggjast og settu ólögleg kjör í lánasamninga.  Lánafyrirtækin verða einfaldlega að taka á því vandamáli að þau sjálf hafa brotið landslög á viðsemjendum sínum árum saman.  Önnur lánskjör eru einfaldlega ekki til umræðu á lánum þar sem kjör sem um var samið voru ólögleg.  Þetta er vandamál lánastofnana og þau geta ekki velt einhverjum aukakostnaði af ólöglegum vöxtum og gengistryggingu yfir á einhverjar aðrar, löglegar, leiðir sem þau kusu að fara framhjá og fundu út að það var miklu einfaldara bara að brjóta lögin og bjóða kjör sem þau gátu ekki staðið við með löglegum hætti!  Ef fyrirtæki, eða einstaklingar, brjóta lög, þá verða þau einfaldlega að bera ábyrgð og þann kostnað sem að lögleysu þeirra hlýst.  Svo einfalt er þetta.  

Kveðja,


mbl.is Lausir endar þrátt fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski hefðu lántakendur líka hugsað sig betur um áður en þeir tóku þessi lán hefðu þeir ekki verið hvattir til þess af starfsmönnum lánastofnana að "skella sér á þetta!"

Árni Gunnarsson, 18.6.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Árni,

Sammála því en get svo sem lítið sagt um framkvæmdina þar sem ég bý erlendis og slapp við að upplifa "góðærið";)  Það er líka ábyrgð hjá lántakendum, en lánastofnanir hljóta að bera ábyrgð á því að þau kjör sem þau bjóða standist landslög. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 18.6.2010 kl. 15:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband