6.7.2010 | 06:18
Hvenær ætlar FME að GERA eitthvað?
Dómur Hæstaréttar liggur fyrir. Upplýsingar frá bönkunum ættu að liggja fyrir. Hvenær ætlar Fjármálaeftirlitið að GERA eitthvað í þessu máli eftir áratuga lagabrot banka og fjármálafyrirtækja? Hvaða viðurlögum ætlar Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn að beita þessa lögbrjóta? Eða á bara að klappa þeim á bakið með "well done, boys" kveðju og segja þeim að hækka bara vextina ef einhver er með múður?
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eiga að hafa eftirlit með bönkum og fjármálafyrirtækjum. Hvar er þetta eftirlit og hvað ætla þessir aðilar að gera í málinu annað en sitja á afturendanum á ákveða, upp á sitt einsdæmi að BRJÓTA samninga lánþega og lánastofnana með því að ákveða vexti EINHLIÐA?
Það hlýtur að vera komin tími til að endurskoða af fullri alvöru tilveru þessara stofnana og þeirra sem "stjórna" þessum möppudýragarði!
Kveðja,
![]() |
Bankarnir lengi að svara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |