Hvenær ætlar FME að GERA eitthvað?

Dómur Hæstaréttar liggur fyrir.  Upplýsingar frá bönkunum ættu að liggja fyrir.  Hvenær ætlar Fjármálaeftirlitið að GERA eitthvað í þessu máli eftir áratuga lagabrot banka og fjármálafyrirtækja?  Hvaða viðurlögum ætlar Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn að beita þessa lögbrjóta?  Eða á bara að klappa þeim á bakið með "well done, boys" kveðju og segja þeim að hækka bara vextina ef einhver er með múður?

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eiga að hafa eftirlit með bönkum og fjármálafyrirtækjum.  Hvar er þetta eftirlit og hvað ætla þessir aðilar að gera í málinu annað en sitja á afturendanum á ákveða, upp á sitt einsdæmi að BRJÓTA samninga lánþega og lánastofnana með því að ákveða vexti EINHLIÐA? 

Það hlýtur að vera komin tími til að endurskoða af fullri alvöru tilveru þessara stofnana og þeirra sem "stjórna" þessum möppudýragarði!

Kveðja,


mbl.is Bankarnir lengi að svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála nú er skollið á stríð og stríðið er bankamafían með fulltingi stjórnvalda seðlabanka FME AGS og lögreglunar sér til fulltingis gegn almenning og um leið borgar Jón Ásgeir eittþúsund og þrjúhundruð milljónir af peningunum sem hann stal í glæsivillu!

Sigurður Haraldsson, 6.7.2010 kl. 07:07

2 identicon

Hvað áttu við nákvæmlega, með því að "gera eitthvað"? Mér finnst það alltaf vanta í svona tillögur. Það er krafist þess að yfirvöld "geri eitthvað" og að hinir og þessir "geri eitthvað" en svo er minna um nánari hugmyndir.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 13:15

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Helgi og þakka póstinn:) 

Ég á við nákvæmlega það sem ég sagði:  Eitthvað - öfugt við ekki neitt, sem er það sem þessar stofnanir hafa gert undanfarinn áratug. 

Ég er ekki sérfræðingur í bankamálum, eða gjaldeyrisviðskiptum og hef ekki einhverjar patent tillögur um hvað nákvæmlega á að gera - það er þeirra sem best til þekkja að gera.  Það er bara ekki gert!  Séð utan frá, þá rekur íslenskt þjóðfélag á reiðanum, ljósin kveikt en enginn heima. 

En það hlýtur að vera rammi utan um hvað FME á að gera í svona málum.  Ef það tekur mánuði að bara fá upplýsingar frá bönkunum um þessi lán, þá er ekki von á góðu og mér óar við hverskonar upplýsingastríð er í gangi.  Þessar upplýsingar ættu að vera tiltækar úr tölvukerfum bankanna á nokkrum klukkutímum og FME ætti að hafa öll völd til þess að geta sótt þessar upplýsingar til banka og fjármálafyrirtækja með 2ja daga fyrirvara.  Ef ekki þá hlýtur að þurfa að endurskoða reglur um upplýsingamiðlun milli fjármálastofnana og FME svo FME geti sinnt starfi sínu.  Það er gersamlega út í hött að þeir þurfi að bíða mánuðum saman eftir að þessar stofnanir taki saman tölur um tiltekin lánasöfn!  Spurningin er hvað FME ætlar að gera og hvenær þeir ætla að gera eitthvað í þessum málum?  Þeir eru nú búnir að bíða mánuðum saman eftir tölum og mér skilst á fréttinni að þær séu ekki allar komnar í hús enn!  Það hlýtur að vera krafa almennings að þessi eftirlitsstofnun verði efld og rekin sem eftirlitsstofnun sem hefur víðtækan aðgang og víðtækt vald til þess að halda fjármálafyrirtækjum innan ramma laganna að minnsta kosti.  Að halda þessum fyrirtækjum heiðarlegum er e.t.v. til of mikils mælst!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 6.7.2010 kl. 18:06

4 identicon

Það er reyndar alls ekkert víst að það sé hægt að finna svona upplýsingar með 2ja daga fyrirvara, jafnvel þótt það sé allt til í tölvutæku formi. Það get ég fullyrt með 10 ára reynslu sem atvinnuforritari og sirka 8 ára reynslu sem áhugaforritari þar áður... þ.e. síðan áður en ég varð kynþroska. En ekki misskilja, ég er alveg sammála því að þessi töf er óafsakanleg... eða allavega þarf þetta að vera helvíti illa hannað kerfi hjá þeim ef það tekur 6 mánuði að finna þessar upplýsingar.

Hvað varðar FME að gera eitthvað, þá er það eina sem mér dettur í hug að beita fjársektum, en til þess þarf lög. Það mætti með sönnu segja að FME ætti að hafa slíkt vald, að geta beðið um upplýsingar og beitt dagsektum ef ekki er farið eftir þeim. Þá neyðast bankarnir líka til þess að halda utan um upplýsingar á þann hátt að tiltölulega auðvelt sé að ná í þær... með allavega kannski mánaðar fyrirvara ef þetta eru viðamiklar og flóknar upplýsingar.

En þá liggur ábyrgðin hjá Alþingi, að veita FME heimild til þess að beita slíkum sektum. Ég veit ekki einu sinni hvort FME hafi slíka heimild.

Ég vildi nú bara kasta inn einni hugmynd sjálfur vegna þess að það virðist lítið um þær alls staðar. ;)

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 02:14

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Helgi og þakka póstinn.

Þar stendur nú eiginlega hnífurinn í kúnni.  Ég hef nefnilega fengist við forritun í rúm tuttugu ár og það hefur verið eina atvinnan mín síðustu 13 ár, allt saman vinna við gagnagrunnsforrit, svo við erum svona á um það bil á sama báti;)  Reyndar hef ég eingöngu reynslu af PC en ekki "mainframe" sem ég reikna með að bankarnir noti við þetta, en ég verð að segja að mér fyndist það klént ef ekki væri hægt amk. að ná einhverjum upplýsingum út úr þessum kerfum á nokkrum dögum, þó e.t.v. væru þær ekki tæmandi. 

Ég hef unnið fyrir fyrirtæki sem eru undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins hérna í Bandaríkjunum, Securities and Exchange Commission (SEC) og þessi fyrirtæki þurfa að geta komið sér í fullan rekstur innan 24 tíma ef eitthvað kemur upp á!  Þ.e.  ef skriftstofan eyðileggst algjörlega í eldi eða einhverju öðru, þá mega engin gögn tapast og þau þurfa að vera aðgengileg.  Þetta er lítið fyrirtæki en þeir urðu t.d. að gefa upp í hvaða bankaútibúi öryggisafrit af gögnum væru geymd, og meira að segja í hvaða bankahólfi!  Þetta er gert m.a. vegna þess hversu gífurlegt magn af gögnum týndist algjörlega hjá stórum verðbréfafyrirtækjum þegar World Trade Center hrundi.  Þeir senda reglulega eftirlitsmenn á skrifstofur fyrirtækja og þeir bara fara inn og skoða það sem þeim langar til.  Ef eitthvað passar ekki geta þeir lokað öllu heila klabbinu þangað til viðkomandi hefur komið öllu á hreint.  

Það fyrirtæki sem ég hef unnið lengst með er með 4 starfsmenn og miðlar með kirkjuverðbréf (church bond brokerage firm) þeir voru með eftirlitsmann hjá sér í VIKU samfellt á síðasta ári.  Hann gróf í gegnum alla skapaða hluti og ef upplýsingar voru ekki tiltækar á nokkrum mínútum þá var hann farinn að pota í þá og spyrja óþægilegra spurninga;)  Sem betur fer þá er tölvukerfið sem ég hannaði og heldur utan um allar upplýsingar varðandi verðbréfin sem þeir selja, traust og þeir gátu prentað út allar upplýsingar sem eftirlitsmaðurinn óskaði eftir:) 

Hvað varðar FME þá er þetta eiginlega spurningin:  Hafa þeir eitthvað vald og hafa þeir einhver tæki til þess að sjá um raunverulegteftirlit?  Þessar eftirlitsstofnanir þurfa að hafa vald til þess raunverulega að grípa inn í þegar eitthvað óeðlilegt er á seiði eða grunur vaknar um eitthvað misjafnt.  Fjármálakerfið má ekki við því að það séu grunsemdir um misferli ef það á að geta náð sér á strik aftur.  Eftirlitið þarf að vera skilvirkt og FME þarf að hafa völd til þess að fara í fyrirtæki, með aðstoð lögreglu ef með þarf og þeir þurfa að hafa vald til þess að beita sektum, frysting eigna, innsiglun og að senda (e.t.v. sækja líka?) mál til dómstóla.  Í raun held ég að FME þurfi að hafa svipað vald og sýslumenn varðandi innheimtu vörsluskatta s.s. vsk. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 8.7.2010 kl. 06:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband