24.5.2011 | 20:55
Þvískipt???
Í fréttinni segir: "...en það hefur verið þvískipt frá árinu 1948..." Á þetta að vera þrískipt, tvískipt eða eitthvað annað? Púkinn át þetta þegjandi og óhljóðalaust, en ég verð að viðurkenna að ég stend á gati hvað þetta þvískipt er...
Kveðja,
![]() |
Þvinguð ritskoðun á The Economist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2011 | 18:53
Að missa 25 kíló eða tapa 25 kílóum
Orðið missa er orðið að hálfgerðu tökuorði í íslensku í staðinn fyrir enska orðið "lose" Í frétt í gær á ruv.is ef ég man rétt var talað um ökumenn sem voru að missa rúður úr bílum vegna grjótfoks. Í þessari frétt er talað um mann sem missti 25 kíló. Í hvorugu tilvikinu er orðið "missa" notað rétt að mínu mati. Betra væri að tala um að maðurinn hafi tapað þyngd - og að rúður væru farnar að brotna í bílum. Ég sá fyrir mig bílstjóra rogast um með rúður og missa þær niður. Og þennan mann sem missti 25 kíló á tærnar á sér.
Kveðja,
![]() |
Stórhættulegar megrunarpillur sem valda sturlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |