Hryðjuverkaárásir að verða daglegt brauð

Hryðjuverk hér í Bandaríkjunum eru að verða daglegur viðburður.  Þó sumir deili um hvað séu hryðjuverk og hvað ekki, þá sé ég ósköp lítinn mun á því sem skeði á miðvikudaginn og því sem skeði nýlega þegar ruglaður maður hóf skothríð og gíslatöku inn í Planned Parenthood, eða þegar 20 börn og 6 fullorðnir voru drepnir í Sandy Hook barnaskólanum árið 2012.  Eða þegar Anders Breivik drap 77 manns 2011.  

Sumir kenna um mikilli skotvopnaeign Bandaríkjamanna, en það skýrir ekki eitt sér þessa tilhneigingu til fjöldamorða, sem hefur sprottið upp hér undanfarin 20 ár eða svo.  Hryðjuverkum er ætlað að hræða og ógna velferð fólks með ofbeldi til að ná fram einhverjum markmiðum, hvort sem þau eru pólitísk eða trúarleg eða eitthvað annað.  

Undanfarna áratugi hafa hryðjuverk í hugum fólks smám saman breyst.  Nú er nánast eingöngu talað um hryðjuverk (a.m.k. í þeim fjölmiðlum sem ég skoða) þegar múslimskir öfgamenn eiga í hlut.  Aðrir sem framkvæma hryðjuverk eru "bara" brjálaðir einstaklingar, hvort sem þeir aðhyllast einhverja trúarskoðun eða ekki.  Það var t.d. aðeins talað um pólitískt hryðjuverk Anders Breivik sem fjöldamorð, a.m.k. er það það sem ég man eftir.  

Frekar napurlegar staðreyndir hvort sem menn líta á þessi fjöldamorð sem hryðjuverk eða ekki.  En þetta fölnar í samanburði við meira en 16 þúsund morð og 40 þúsund sjálfsmorð, sem eru í tölfræðitöflum CDC fyrir árið 2013 (síðustu tölur held ég)  http://www.cdc.gov/nchs/data/nvsr/nvsr64/nvsr64_02.pdf  Það er eitthvað annað og meira að í okkar þjóðfélagi.

Kveðja,


mbl.is Hleyptu fjölmiðlum inn á heimilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska á undanhaldi?

Ég held að þetta sé nokkuð orðum aukið.  Börn, nánast hvar sem er í heiminum, alast nú upp í ensku umhverfi, þannig að þessi hætta steðjar ekki sérstaklega að íslensku, heldur öllum tungumálum heims nema ensku.  En tungumál þróast og aðlagast erlendum áhrifum.  Þannig stóðst íslenskan ágætlega nokkrar aldir af dönskum áhrifum og hún hefur staðist áratugi af enskum áhrifum, þó vissulega færist þau í vöxt með aukinni notkun netsins.  En jörðum ekki íslenskuna alveg strax:)

Kveðja,


mbl.is Íslensk tunga á stutt eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband