416 þúsund dollarar á ári

Er það sem einn bankastjórinn fær.  Það er 16 þúsund dollurum meira á ári en fastalaun forseta Bandaríkjanna!  Hvað þarf Íslenska ríkið og þar með skattgreiðendur að borga mörgum Bandaríkjaforsetum laun fyrir að reka örbanka norður í Ballarhafi?  Það sást í hruninu 2008 að allt talið um há laun fyrir mikla ábyrgð var óráðshjal enda vildi enginn þessara stjórnenda taka ábyrgð á einu eða neinu þegar á hólminn var komið.  Ekkert þeim að kenna.  Þeir flutu bara óvígir og ósjálfbjarga að feigðarósi.  

Kveðja,

 


mbl.is Kjörin „í samræmi við starfskjarastefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband