Nýr samningur

Hér er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að hún sé "bjartsýn á að draga megi Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu til að semja upp á nýtt um Icesave." 

Hvað þýðir þetta?  Þetta þýðir að eldri samningar voru EKKI nógu góðir að mati forsætisráðherra!  EF hún væri á þeirri skoðun þá hlyti hún að segja að það væri engin þörf á að reyna að fá Hollendinga og Breta að samningaborðinu!  Hér er komin viðsnúningur í stefnu Jóhönnu sem ég hlýt að fagna!  Hér er að koma smá ljós punktur í þetta mál.  Vonandi tekst að fá Hollendinga og Breta aftur að samningaborðinu og vonandi tekst að ná betra samkomulagi!  Ekkert af þessu hefði skeð ef forsetinn hefði skrifað undir lögin!  Vonandi fær þetta líka fólk, sem hefur verið upp til handa og fóta vegna þeirrar ákvörðunar forsetans, til þess að setjast niður og skoða þessi mál af gaumgæfni.  Það MÁ EKKI hrapa að þessu á neinn hátt eða á neins forsendum nema Íslensku þjóðarinnar. 

Kveðja,


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt!Gott að vita af góðum Íslendingum erlendis,sem fylgjast með.

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Arnór

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 00:58

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ríkisstjórnin, hefur haldið því fram, alveg frá upphafi deilunnar, að ekki væru líkur á að hægt væri að semja aftur.

Þetta verður þá, 3. skiptið sem stjórnvöld senda samninganefnd.

Ég spái því, að þetta endi með einhverjum "detail" lagfæringum á samningnum, t.d. lækkun vaxta um 0,5% og það muni vera kallað sigur við samningsborð - og, síðan hefst sami söngurinn á ný - að þetta sé það skársta sem hægt sé að ná fram.

Mér sýnist, að strategía ríkisstjórnarinnar, sé að leitast við að þreita þjóðina eins og hún væri fiskur, sem veiðimaður væri að letast við að draga að landi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.1.2010 kl. 12:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband