Skuldbindingar

Það þarf að koma alþjóða samfélaginu í skilning um að Icesave er EKKI hluti af Íslenskum skuldbindingum.  Ísland stofnaði ekki til þessara skuldbindinga, það var Íslenskur einkabanki ásamt Bresku og Hollensku ríkisstjórnunum sem tóku allar ákvarðanir um Icesave.  Íslensk stjórnvöld komu þar hvergi nærri, þá síður Íslenskur almenningur. 

Undirlægja Íslenskra stjórnvalda gagnvart Bretum og Hollendingum hefur verið Íslenskum almenningi dýrkeypt.  Það er tími til komin að þjóðin standi upp, rétti úr sér og SEMJI við Hollendinga og Breta. 

Að hafa norrænn fjármálaráðherra koma fram með staðreyndarugl eins og þetta er algerlega fráleitt.  Hvar er PR fólk Íslensku ríkisstjórnarinnar?  Hvers vegna hafa þeir ekki verið á þönum undanfarið ár til að kveða þetta rugl niður?  Þess í stað virðast þeir hafa unnið heimavinnu Breta og Hollendinga eins og best verður á kosið.

Stærsti og besti bandamaður Hollendinga og Breta í Icesave virðist vera Íslenska ríkisstjórnin.  Nær þetta einhverri átt???

Kveðja,

 


mbl.is Mikilvægt að veita Íslandi stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Auðvita nær þetta engri átt.

Þetta er hreint fáránleg staða. Íslenska ríkisstjórnin talar tóma steypu meðan vandalausir útlendingar taka upp hanskan fyrir okkur hver af öðrum og krefjast þess fyrir okkar hönd að við eigum ekki að borga krónu.

Sjá þessa gein Evu Joly hér og á norsku hér.

Einnig grein hollenska hagfræðisprófessorsind Swerder van Wijngergen hér og á ensku hér.

Svona má áfram telja tugi greina efir þungavigtafólk í Hollandi, Bretlandi og víðar.

Hvað er ríkisstjórnin að hugsa?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.1.2010 kl. 16:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband