18.1.2010 | 06:51
Gjaldþrota stefna
Gjaldþrota menn reyna að kaupa gjaldþrota fyrirtæki af gjaldþrota fyrirtæki sem er í eigu fyrrum gjaldþrota banka. Ég er allur fylgjandi því að koma verðmætum í lóg og koma í veg fyrir að fyrirtæki sem eru í kröggum þurfi að verða gjaldþrota ef leiðir finnast til endurskipulagningar. En ég sé bara ekki hvernig þetta marg gjaldþrota krosseigna dæmi getur með nokkru móti gengið upp. Arion banki hefur ekki um marga kosti að velja enda eru þessi (ó)lánasöfn stór hluti af eignum bankans. Eigendur þessara fyrirtækja hafa löngu spilað rassinn úr buxunum svo ég get ekki séð að bankinn geti haft mikið traust á þessum mönnum.
Kveðja,
Kæmi á óvart ef niðurstaða fengist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |