20.1.2010 | 16:30
Skuldbindingar
Hollendingar og Bretar skilgreina alþjóðlegar skuldbindingar öðruvísi en önnur ríki gera að því er mér virðist. Þeir ákváðu að borga innistæðueigendum upp í topp og senda svo reikninginn til Íslands og kalla þennan reikning skuldbindingu. Ísland átti engan þátt í því að skapa þessar skuldbindingar. Mikið væri ég glaður ef ég gæti sent einhverjum þá reikninga sem ég borga og sagt viðkomandi að það séu hans skuldbindingar! Bos og Darling eru, ásamt Íslensku ríkisstjórninni, að skapa vítavert fordæmi fyrir algjörri ríkisábyrgð á gjörðum einkafyrirtækja.
Ég legg til að Íslenska ríkisstjórnin taki saman hversu mikið magn af fiski Hollensk og Bresk fyrirtæki öfluðu innan 200 mílna lögsögu Íslands frá 1900 og sendi Hollensku og Bresku ríkisstjórnunum reikning fyrir áætluðu aflamagni og Íslandi kalli það alþjóðlegar skuldbindingar og sæki samninga um það jafnhart og Bretar og Hollendingar hafa sótt Icesave. Það væri líka hægt að hengja við þetta okur á olíuverði frá BP og Shell og krefjast endurgreiðslu upp á nokkur hundruð milljarða fyrir það. Flækja þessar ríkisstjórnir í eigin rugli svo þeir fái að kenna á óréttlátum fjárkröfum fyrir framferði einkafyrirtækja!
Kveðja,
Bos: Ekki hægt að hlaupast á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |