Ábyrgð bankanna

Ég skora á þingmenn að koma sér saman um löggjöf sem kemur algjörlega í veg fyrir að sparibaukar eins og þeir sem starfræktir voru fyrir hrun geti komið upp bankastarfsemi og að bankarnir verði undir öllum kringumstæðum að bera 100% ábyrgð á innistæðum og að þeir geti ekki undir nokkrum kringumstæðum varpað ábyrgð yfir á Íslenska ríkið og Íslenska skattgreiðendur.  Eins að erlend stjórnvöld geti ekki varpað ábyrgð yfir á Íslenska ríkissjóðinn í neinni mynd, a.m.k. ekki næstu 15 árin.

Það tók sparigrísina eingöngu 6 ár að keyra bankakerfið og Íslenskan efnahag í þrot svo eftir standa rjúkandi rústir.  Ísland á ekki að byrja að borga af Icesave fyrr en eftir 7 ár og það er nægur tími fyrir nýja sparigrísi til að kollkeyra bankakerfið alveg upp á nýtt.  Ísland hefur ekki efni á svona grísum og það þarf að halda þeim í stíunni svo þeir komist ekki til að grafa landið endalega.

Kveðja,

 


mbl.is Bankarnir verði sjálfstæðir í ákvörðunartökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband