Yfirgengilegt rugl

Í fréttinni segir:  "samkvæmt lögum, sem sett voru á síðasta ári, eiga ábyrgðarmenn fólks í greiðsluaðlögun ekki að gangast í ábyrgð fyrir skuldir viðkomandi. Á þetta féllst sparisjóðurinn ekki"

Er það nú orðið í verkahring þessara ruglbanka að ákveða hvaða lög þeir fallast á?  Hverskonar rugl er þetta?  Ná lög á Íslandi ekki yfir sparibaukana á Íslandi?  Þetta er alveg með fádæmum að svona fyrirtæki fái starfsleyfi og að fólk skipti við þessar stofnanir. 

Kveðja,

 


mbl.is Í mál á hendur ábyrgðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Draga málið til baka, biðjast afsökunar, og fella niður skuldina sökum svívirðilegra vinnubragða.

Hamarinn, 11.4.2010 kl. 20:43

2 Smámynd: Björn Jónsson

Eru lögin afturvirk ? Þekkirðu málavögstu í þessu máli???

Björn Jónsson, 11.4.2010 kl. 20:45

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Björn,

Nei, ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nákvæmlega þetta mál og þú kemur með góða spurningu um afturvirkni.  Af því sem ég skil úr fréttinni þá geta lánastofnanir ekki gengið að ábyrgðarmönnum hjá fólki sem fengið hefur greiðsluaðlögun.  Það sem mér finnst yfirgengilegt er "Á það fellst sparisjóðurinn ekki" þ.e.a.s. að lögin komi í veg fyrir að gengið sé að ábyrgðarmönnum.  Mér finnst bara öllu verið snúið á hvolf.  Ráða bankarnir því hvaða lög þeir samþykkja að fara eftir eða ekki?  Ég hef búið erlendis síðustu 14 árin svo ég er svolítið úr sambandi, en síðast þegar ég athugaði málið þá náðu lög á Íslandi yfir fyrirtæki á Íslandi og þau gátu ekki ákveðið eftir sinni hentisemi í það og það skiptið hvort þau færu að lögum eða ekki.  Nei, þetta er rangt hjá mér því bankarnir HAFA ráðið því hvort þeir fóru að lögum eða ekki...  hvað veit maður - þetta snýr allt á haus!

Ruglingsleg kveðja,

Arnór Baldvinsson, 12.4.2010 kl. 05:29

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Algerlega sammála þér Arnór. Þessir drullusokkar hafa hagað sér eins og þeirra sé valdið. Þannig hefur líka alltaf verið búið að þeim frá hendi stjónvalda, fjámálastofnunum hafa alltaf verið sköffuð bæði axlabönd og belti og þar hefur aldrei þurft að hugsa. Það er nú mál að linni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.4.2010 kl. 06:23

5 identicon

Ég er ekki alveg að skilja ykkur, finnst ykkur óréttlátt að fólk borgi skuldirnar sínar? Öryrkjar eru ekkert sér aumingjar sem geta ekki borgað, þetta er líklega bara einstaklingur sem hefur lifað í sucki.

Ég hef lesið um þennan dóm og það kemur fram að strax a fyrsta árið þegar lánið var veitt þá var þessi einstaklingur í vanskilum, semsagt langt á undan hruninu.

Bankinn hefur væntanlega ekki viljað lánað þessum einstaklingu án ábyrgðar enda kom það fljótt í ljós að þessi einstaklingur lenti strax í vanskilum

Ekki láta æsifréttamennsku gabba ykkur.

Ég veit ekki með ykkur en ég tek ábyrgð á skuldbindingum mínum sem ég tek og trúi ekki á neinar töfralausnir.

Þetta var venjulegt skuldabréf sem konan var að greiða af ekki húsnæðislán og ekki bílalána - hún hefði fengið eina milljón krónur í vasann frá bankanum hefði lögin gilt. Meingölluð þessi lög og gera aumingja úr venjulegi fólki sem getur í mörgum tilvikum alveg staðið sjálft á fótum.

Sigmar (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:42

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sigmar:  Ég er að skrifa um þá ákvörðun sparisjóðsins að þeir ákveði hvaða lögum þeir fari eftir.  Ef það er bannað með lögum að ganga að ábyrgðarmönnum þegar fólk hefur farið í gegnum greiðsluaðlögun, þá er það bannað með lögum.  Einfalt mál.  Ég er sannfærður um að þú ert sama sinnis.  Ég þekki ekki þetta mál og get ekki sagt neitt um það, enda var ég ekki að blogga um það, heldur það dómadags rugl að bankar geti ákveðið hvaða lögum þeir fara eftir og hvaða lögum ekki.  Ekki svo að skilja að rannsóknarskýrslan hafi ekki augljóslega sýnt það algjörlega svart á hvítu að bankarnir gersamlega hunsuðu lög og reglur og gera enn. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 13.4.2010 kl. 21:11

7 identicon

Já ég skil þig en það er nefnilega það sem mér finnst svo fáranlegt við þessi neyðarlög sem voru sett. Því það sem ég hef lært eilítið ílögfræði þá veit ég að stjórnarskráin eru æðslu lög ríkis og engin lög eru þeim efri.

Í stjórnarskránni er sagt nánást orðrétt að engin lög eða reglugerðir geta virkað afturvirkt yfir ákvarðanir sem voru teknar þegar önnur lög voru í gildi.

Þetta dæmi er stangast algjörlega á við það ákvæð. Neyðarlögin segja að þegar fólk er "gjaldþrota" þá fái þær skuldir sínar að mestu afskrifaðar og ábyrgðir falla einnig.

 Þessar ábyrgðir sem var skrifað upp á tilheyra gömlum lögum og því er ekki hægt að breyta því sem um var samið þá.

Enn og aftur segi ég, við skulum ekki falla í sömu gryfju og þegar góðærið var. Íslendingar eru nefnilega einstaklega góðir í að vera samferða í málum og það er það sem hefur gagnast okkur vel að byggja upp landið og við höfum staðið saman í flestum erfiðum málum í gegnum tíðina.

 Þegar bankarnir voru upp á sitt besta voru allir á höttunum að allir bankarnir væru að gera rosa góða hluti og lána fólki á góðum kjörum. Þeim sem fannst þetta eitthvað vafasamt voru álitnir gamaldags og í versta falli heimskir.

 Það sama er að gera núna nema í öfuga stefnu. Allir bankar eru álitnir spilltir og illa reknir hver og einn bankamaður er álitinn drullusokkur einfaldlega útaf allir verða að vera samfó í því áliti því allir eru svo reiðir.

Sparisjóður Vestmannaeyja hefur ávalt verið rekinn af varkárni, hann hefur reyndar fært út kvíarnar til bæði Hafnar í Hornafirði og Selfossar en það telst valla beint útrás. Það sem Sparisjoður vestmannaeyja lenti í var að stór hluti eiginfé þess var geimt í hlutabréfum í icebank sem hrundi og því þurfti hann ríkisaðstoð. Það var allt of sumt.

Sparisjóðurinn var ekki að ota að fólki í hlaupandi með peninga á lofti í kringlunni að bjóða fólki sparnaðarleiðir og annan myntkörfuandskota. Þetta er banki sem hefur alltaf verið virkur að styrkja góð málefni í Vestmannaeyjum og ég skil ekki hvernig þetta mál getur farið svona fyrir brjósti á fólki.

Á bankinn að gefa konu sem er sjálfvirkt búið að stimpla aumingja 1 milljón króna? held að margir væru nú til í þann pening í dag.

Stimplum ekki þjóðina sem aumingja, borgum skuldir okkar á sanngjarnan hátt!

Sigmar (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 21:32

8 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Takk fyrir póstinn Sigmar.  Ég þekki ekkert til Sparisjóðs Vestmannaeyja og hef ekki búið á Íslandi í rúm 14 ár svo þetta "góðæri" fór algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá mér;)  En lög eru lög og bankarnir voru allir með í þessu rugli og megnið af Íslensku þjóðinni líka.  Ég hef átt smá viðskipti við Sparisjóð Norðfjarðar og þó þeir stæðu hrunið af sér þá töpuðu þeir stórfé á ruglinu og ég man ekki hvort þeir fengu stuðning frá ríkinu, held þeir hafi orðið að gera það til þess að haldast á floti.  En það er bara ekki málið.  Ef lögin segja eitthvað, hvernig getur þá banki, stofnun eða einstaklingur bara sagt:  "Ja, ég ætla bara ekkert að taka mark á þessum lögum því mér finnst þau óréttlát og eiga bara alls ekki við mig"  Það er það sem fer fyrir brjóstið á mér.  Ef einhver ásetur sér að brjóta lög, hvað er það þá kallað?  Það má vel vera að hér eigi við hið fornkveðna að með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.  Ef lögin eru vond, þá þarf að breyta þeim og bæta.  Að brjóta lögin er ekki lausnin.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 13.4.2010 kl. 22:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband