6.5.2010 | 05:43
Óreiða í Grikkland
Ég heyrði viðtal á CBC núna seinni partinn í dag við hagfræðing sem starfaði hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, en er nú prófessor í hagfræði við háskóla í Kanada, um ástandið í Grikklandi. Þar kom m.a. fram að skuldasöfnun hefur verið gífurleg undanfarin ár. Skattheimta er afburða slök og mikið um undanskot og jafnvel mútur í sambandi við skatta. M.a. kom fram að í tilraun til þess að leggja skatt á hina efnameiri var lagður skattur á sundlaugar í íbúðahverfum. 350 skiluðu skatti meðan á sama tíma sýndu loftmyndir að yfir 17 þúsund sundlaugar voru í íbúðahverfum (held þetta hafi verið í Aþenu) Líka var bent á að á Grikklandi væru afskaplega fáir sem teldu fram háar tekjur, þ.e. yfir milljón dollara, á meðan í öllum öðrum löndum Evrópu er hlutfallið margfalt hærra en í Grikklandi. Þá kom líka fram að eftirlaunaaldur opinberra starfsmanna (civil servants) er 57 ár og þeir fá greidd laun fyrir 14 mánuði á ári!
Það verður fróðlegt að sjá hvernig rætist úr þessu, en Grikkir eru að mörgu leyti í verri málum en Íslendingar að mér sýnist. Ég held að Íslendingar geti unnið sig út úr þessum vanda, en ég er ekki svo viss um Grikki.
Kveðja,
![]() |
Grikkland stendur nú „á barmi hyldýpisins“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |