Óreiða í Grikkland

Ég heyrði viðtal á CBC núna seinni partinn í dag við hagfræðing sem starfaði hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, en er nú prófessor í hagfræði við háskóla í Kanada, um ástandið í Grikklandi.  Þar kom m.a. fram að skuldasöfnun hefur verið gífurleg undanfarin ár.  Skattheimta er afburða slök og mikið um undanskot og jafnvel mútur í sambandi við skatta.  M.a. kom fram að í tilraun til þess að leggja skatt á hina efnameiri var lagður skattur á sundlaugar í íbúðahverfum.  350 skiluðu skatti meðan á sama tíma sýndu loftmyndir að yfir 17 þúsund sundlaugar voru í íbúðahverfum (held þetta hafi verið í Aþenu)  Líka var bent á að á Grikklandi væru afskaplega fáir sem teldu fram háar tekjur, þ.e. yfir milljón dollara, á meðan í öllum öðrum löndum Evrópu er hlutfallið margfalt hærra en í Grikklandi.  Þá kom líka fram að eftirlaunaaldur opinberra starfsmanna (civil servants) er 57 ár og þeir fá greidd laun fyrir 14 mánuði á ári! 

Það verður fróðlegt að sjá hvernig rætist úr þessu, en Grikkir eru að mörgu leyti í verri málum en Íslendingar að mér sýnist.  Ég held að Íslendingar geti unnið sig út úr þessum vanda, en ég er ekki svo viss um Grikki.

Kveðja,

 


mbl.is Grikkland stendur nú „á barmi hyldýpisins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband