Einfalt mál...

Ég ætla nú að vera svo óforskammaður að leggja þetta mál upp með einni spurningu:  Treystir þú Íslendingum til þess að semja um inngöngu þjóðarinnar í ESB? 

Íslendingar hafa samið yfir sig í gegnum gerninga undanfarinna 10 ára, mestu efnahagshörmungar sem nokkur þjóð hefur orðið að þola á friðartímum.  Þessi sama þjóð ætlar nú að semja um inngöngu í ESB.  Ég treysti ekki Íslendingum til þess að semja um þetta.  E.t.v. ættu Íslendingar að fá Norðmenn til að semja fyrir sig;)  Ég bara hreinlega treysti ekki Íslendingum til þess að semja um þessa inngöngu án þess að það verði gengið á rétt landsmanna og ég óttast að það sem verði undanskilið í þessum samningum eigi eftir að reynast þjóðinni dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið.  Hér er um stóra fjármálagerninga að ræða og það er svo langt frá því að Íslendingar hafa óflekkað mannorð í því samhengi! 

Kveðja,

 


mbl.is Ákvörðunin veigamikið skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég treysti ekki Ríkistjórninni okkar til að taka þessa ákvörðun fyrir okkur... Eftir þessa framkomu sem við Íslendingar erum búnir að fá framan í okkur frá þessari Ríkistjórn þá er svar mitt nei. Ég treysti henni ekki, en einhverjum öðrum sem talaði af skynsemi og viti þannig að hlutirnir töluðu saman þá er aldrei að vita. Það er nefnilega svo að það þarf að vera skynsemi í því sem gert.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.6.2010 kl. 15:50

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Nei.

Heimir Tómasson, 19.6.2010 kl. 00:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband