Hvar?

Það kemur hvergi fram í fréttinni í hvaða heimsálfu eða landi þessir atburðir hafi gerst!  A.m.k. get ég hvergi séð neitt sem bendir til staðsetningar annað en að manna og staðanöfn benda til að þetta hafi verið í enskumælandi landi, en þau er æði mörg.  Svona "fréttamennska" er fyrir neðan allar hellur og mbl.is getur gert miklu betur:)

Kveðja,

 


mbl.is Táningar í haldi vegna morðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur reyndar fram nánast strax í fréttinni að þetta hafi verið í Darlington á Englandi. :D
Nú var ég reyndar bara að sjá fréttina fyrst núna, þannig að þegar hún birtist fyrst í dag, getur verið að hún hafi ekki innihaldið þessar upplýsingar. :D

ETH (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 00:07

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

ETH:  mbl.is hefur bætt þessu við, fyrst stóð bara "Tveir fimmtán ára drengir hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt heimilislausan mann sem fannst látinn í kirkjugarði fyrr í mánuðinum." eða eitthvað á þá leið:)  Batnandi mönnum er best að lifa og ég þakka fréttamönnum mbl.is fyrir leiðréttinguna:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.6.2010 kl. 01:24

3 identicon

Bretland verður sífellt líkara myndinni af þjóðfélaginu í  "Clockwork Orange" - kvikmynd Kubrick's. Þar er atriði hvar söguhetjurnar  ganga í skrokk umrennings  í einhvers konar undirgöngum að vísu ekki  kirkjugarði. Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér,  hvort sagan sé það forspá að stutt sé í andhverfa atriðið þar sem umrenningar misþyrma gjörningsmanni sé ekki langt framundan í fréttafyrirsögnum.  

Björn (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 09:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband