1.11.2010 | 17:36
Misnotkun?
Í fréttinni segir: "Gerði starfsmönnum kleift að eignast hluti á lægra verði en aðrir án áhættu "
Þar sem bankarnir voru félög á almennum hlutabréfamarkaði, eru svona tilboð til starfsmanna ekki brot á lögum um markaðsmisnotkun? Þ.e. að starfsmönnum var gert kleift að kaupa hluti á lægra verði en aðrir. Ég hef grun um að hér í Bandaríkjunum væri þetta talið lögbrot. Það er bankans að taka ábyrgð á eignum hluthafa og með þessu eru þeir að skekkja stöðu einstakra hluthafa gagnvart öðrum hluthöfum í bankanum. Ef ég á hlut í fyrirtæki sem er á genginu 1.00 á sama tíma og starfsmaður fær að kaupa hlutinn á genginu 0.90 þá hefur þar með verið gengið á minn rétt sem hluthafa að mínu mati.
Kveðja,
Greiði tekjuskatt af sölurétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |