6.12.2010 | 08:19
Byltingin...
Spurningin er hvað þessi bylting hafði í för með sér? Breytti hún einhverju og þá hverju? Ég hef ekki búið á Íslandi síðan 1996 og á mjög erfitt með að gera mér grein fyrir ástandinu, en ég er ekki viss um að neitt hafi breyst... Ýmsu var vissulega mótmælt og ein sterkustu viðbrögð þjóðarinnar voru felling Icesave samningsins. En breyttist eitthvað innanlands? Þriðja veikburða ríkisstjórnin situr enn og hefur lítið áunnist sem hinum tveimur á undan. Írland, sem styrkum aðila ESB og aðila að myntbandalaginu, átti að vera borgið, en staðan nú sýnir að jafnvel með styrk ESB og Evrunnar á bak við sig, þá fór bankaruglið á Írlandi illa með þjóðarhag alveg eins og á Íslandi. Spurning hvernig þessu öllu reiðir af...
Kveðja,
Búsáhaldabylting á Írlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |