24.5.2011 | 18:53
Að missa 25 kíló eða tapa 25 kílóum
Orðið missa er orðið að hálfgerðu tökuorði í íslensku í staðinn fyrir enska orðið "lose" Í frétt í gær á ruv.is ef ég man rétt var talað um ökumenn sem voru að missa rúður úr bílum vegna grjótfoks. Í þessari frétt er talað um mann sem missti 25 kíló. Í hvorugu tilvikinu er orðið "missa" notað rétt að mínu mati. Betra væri að tala um að maðurinn hafi tapað þyngd - og að rúður væru farnar að brotna í bílum. Ég sá fyrir mig bílstjóra rogast um með rúður og missa þær niður. Og þennan mann sem missti 25 kíló á tærnar á sér.
Kveðja,
Stórhættulegar megrunarpillur sem valda sturlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að léttast um X.kg...er kannski meira lýsandi og var allavega almenn málnotkun, þegar ég var yngri....en það er jú obbosla langt síðan.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 20:32
Sæll Jón Steinar,
Alveg rétt og það er líka svolítið um liðið hjá mér og ég búinn að vera erlendis síðan 1996 svo ég er farinn að ryðga svolítið í þessu:)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 24.5.2011 kl. 20:39
Ég er sammæála þér að þetta er bölvuð ambaga, sem er orðið hálfgert "meme". Á líklega ættir sínar að rekja til þýðingarvéla blaðamanna m.a. Flestir éta þetta upp og hafa eftir á autopilot án þess að hugsa um það og þannig glatar tungan smátt og smátt festu sinni og reisn.
Menn tala um að bæta á sig eins og það sé einhver einbeittur brotavilji þar á ferð, en svo missa þeir klíóin eins og fyrir eitthvað ólán. Menn geta fitnað og grennst. Það er skömminni skárra. Lést eða þyngst. Með alla þessa fínu möguleika virðist tilhneigingin vera ða láta google translate sjá um að velja hvað er best.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 22:22
Það hefur gerst að ég hafi misst allt að 25 kíló. Yfirleitt á gólfið, stundum þó á jörðina. Yfirleitt missi ég samt léttari hluti.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.5.2011 kl. 23:04
Hafði þetta með að missa rúðurnar ekki eitthvað að gera með að þær hafi fokið úr í einhverjum tilfellum?
corvus corax, 27.5.2011 kl. 11:44