Þvískipt???

Í fréttinni segir:  "...en það hefur verið þvískipt frá árinu 1948..."  Á þetta að vera þrískipt, tvískipt eða eitthvað annað?  Púkinn át þetta þegjandi og óhljóðalaust, en ég verð að viðurkenna að ég stend á gati hvað þetta þvískipt er...

Kveðja,


mbl.is Þvinguð ritskoðun á The Economist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Það á líka að vera einfalt í í hlíta.

Che, 24.5.2011 kl. 22:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef eg spyr prófessor Google, þá segir hann mér að þú sért eini maðurinn í veröldinni sem hafir notað þetta orð, fyrir svo utan náttúrlega Mbl.  Þetta er í meira lagi undarleg innsláttarvilla allavega,  því r-ið er víðsfjarri Vaffinu á lyklaborði.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 22:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta á að vera svona, þetta er dæmigerður moggaskilningur á skiptingu landsvæðis "því-var-skipt".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2011 kl. 23:13

4 Smámynd: Che

Jón Steinar, innsláttarvilla þarf ekki að vera vegna þess að maður hitti ekki á réttan hnapp, heldur líka vegna þess að maður er að hugsa um tvö orð samtímis, eins og fréttaritarinn í þessu tilviki var að hugsa samtímis um orðin þrískipt og tvískipt og puttinn á honum hefur einfaldlega ýtt á þann hnapp sem hann var að hugsa um það augnablik. En yfirlestur lagar þetta yfirleitt, en blaðamenn eru sennilega alltaf að flýta sér of mikið.

Ég hef sjálfur lent í þessu. Þegar ég blogga um rauðsokkur, þá fer ég alltaf að hugsa um Gestapo, eins og gefur að skilja, og þá verður mér á að skrifa orðið femínazistar i staðinn fyrir femínistar. En ólíkt þvískipt eða trískipt, þá er ekki þörf á því að leiðrétta það.

Villan í hlíta er hins vegar sennilega vegna vanþekkingar á ypsilon-reglunum. Það eru margir sem rugla saman orðunum hlíta og hlýða.

Che, 24.5.2011 kl. 23:20

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Já það er margt skrítið sem kemur úr kýrhausnum Moggans;)  Jú það kemur ansi oft fyrir að maður slær á vitlausa lykla en þessvegna hefur maður forrit eins og púkann (sem reyndar hef ekki því ég skrifa mest á ensku) og önnur forrit til þess að fara yfir texta annað hvort um leið og hann er skrifaður eða þegar búið er og tími til að lesa yfir og leiðrétta.  Ég held að þetta sé mest flumbrugangur og æsingur í að vera fyrstir með fréttirnar...

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 24.5.2011 kl. 23:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband