28.7.2011 | 00:13
Villandi myndir
Eftir að skoða þessar myndir er ég engu nær. Fyrir og eftir myndirnar eru teknar frá allt öðru sjónarhorni og ég sé lítinn mun, þar sem mun væri að finna á þessum myndum. Hún virðist hafa grennst svolítið en ég á mjög erfitt með að átta mig á hvort svo er og þá hversu mikið. Myndirnar af "Önnu Dóru" sem líka birtust í dag eru sama marki brenndar. "Fyrir" myndirnar eru teknar í flötu ljósi framan frá og aftan frá. "Eftir" myndin er tekin með mun betri lýsingu og þess vegna eru þessar myndir ekki sambærilegar. Tek það fram að ég er áhugamaður um ljósmyndun og hef gaman af að bera saman myndir;)
Kveðja,
Fyrir og eftir myndir af Ágústu Ósk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veitti þessu athygli líka, það er greinilegt að eftirá myndin er tekin þannig að ýkja árangurinn. Svo er engu að treysta hvað ljósmyndir varðar. Það er víst algilt í dag að fiktað er við ljósmyndir í tískubransanum meira og minna til að ýkja og yngja upp módelin.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 07:10