28.12.2015 | 19:22
Krap?
"Krapið flæddi ..."
Þegar ég var að alast upp (fyrir austan) finnst mér að það hafi verið talað um krapa í karlkyni, ekki hvorugkyni. Ég hefði því skrifað þessa fyrirsögn: "Krapinn flæddi..." Því var einnig talað um krapaflóð.
Skv. Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:
krapi
nafnorð karlkyn
Dæmi í ritmálssafni frá 17s-20s
Heimild elsta dæmis: WandAlm , 15r
Hinsvegar man ég eftir að mamma, sem var alin upp á Hornströndum talaði stundum um "krapið" (krapann). Það er einnig að finna í Ritmálssafninu:
krap
nafnorð hvorugkyn
Dæmi í ritmálssafni frá 17m-20s
Heimild elsta dæmis: RJónGramm , 35
Mér finnst þó að 16. dæmið, sé í karlkyni en ekki hvorugkyni... Bara smá íslenskupæling
Kveðja,
Krapið flæddi inn í þrjú herbergi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |