Gætu haft lögfræðinga...

Það hefur verið fjallað um aðkomu Indigo Partners á mnl.is eins og þetta fyrirtæki sé algjör nýgræðingur, sem hugsanlega hafi ekki kunnáttu til að ráða lögfræðinga!  Indigo á fyrir amk eitt Evrópskt flugfélag og er búið að vera í flugfjárfestingum í 16 ár.  Eigandinn er búinn að vera í flugrekstri í aldarfjórðung og hefur alveg örugglega hugsað út í skilyrði fyrir flugrekstrarleyfum í Evrópu þegar Wow var til umfjöllunar!

Í fréttum erlendra fjölmiðla, sem ég hef rekist á síðustu daga er fullyrt að Skúli Mogensen verði áfram meirihlutaeigandi í Wow.  Mér þykir líklegt að þeir hafi eitthvað fyrir sér í því og það sé ekki byggt á getgátum út í loftið eins og mest umfjöllun um Wow virðist hafa verið hjá Íslenskum fjölmiðlum undanfarna mánuði.

Kveðja.


mbl.is Indigo-menn mættir til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband