Stórhættulega fólkið

Þetta er fólkið, sem samkvæmt Trumpistum bæði hér í Bandaríkjunum og á Íslandi og víðar er stórhættulegt.  Krakkar, sem voru teknir frá foreldrum sínum, foreldrarnir margir sendir úr landi án barnanna og sálarlausir hálfvitar röfla um að þetta sé þeim sjálfum að kenna.  Ég vona að þetta lið þurfi aldrei að reyna á sjálfum sér hvað það er að vera flóttamaður og því síður yfirgefin börn, sem mörg hver enda í mannssali, vændi eða þaðanaf verra.  Þetta skítur lítið upp á Trump, en afi hans hagnaðist vel á manssali og vændi í Yukon.  Þaðan kom grunnurinn að ríkidæmi Trump fjölskyldunnar.  

En þessi meðferð á saklausum börnum er í boði þeirra, sem jarma hæst um hvað réttur ófæddra barna er mikill.  Eftir að þau eru fædd geta þau farið til fjandans.  Hræsnin drýpur af þessu rugli og maður sér þessa sömu afstöðu á Íslandi.

Kveðja,

 


mbl.is Gátu ekki sofið fyrir hungri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband