Það vantar eitthvað...

Það vantar eitthvað inn í þessa frétt.  Eins og hún kemur fram á http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2009/06/04/bretar_hata_ykkur_ekki/ þá er fyrst skýring á því að þessari konu hafi brugðið í brún o.s.frv.  Svo er sagt: "Myndin verður sýnd í breskum kvikmyndahúsum í byrjun næsta árs og verður líklegast seld til sjónvarpsstöðva í Nýja-Sjálandi, Hollandi og Skandinavíu."  Það vantar inngang sem skýrir hvaða mynd er verið að tala um en engar upplýsingar um þessa mynd koma fram í fréttinni!

Þegar ég fer og bæti þessari bloggfærslu við þá kemur fram hér til hliðar að "Breska kvikmyndagerðarkonan Heather Millard vinnur að heimildarmynd um Ísland eftir bankahrunið. Hún segir myndina á uppbyggilegum og bjartsýnum nótum. Myndin verður sýnd í breskum kvikmyndahúsum í byrjun næsta árs og líklegast seld til sjónvarpsstöðva í Nýja-Sjálandi, Hollandi og Skandinavíu. "

Þennan inngang vantar í fréttina svo þessi "mynd" er algerlega óskilgreind.  Ég hef tekið eftir þessu áður og mér virðist að það sé einhver villa í vef mbl.is þar sem frétta inngangi er sleppt.  Þetta gerir sumar fréttir hálf afkáralegar þar sem það vantar skýringu á því hvað er verið að tala um! 

Kveðja


mbl.is „Bretar hata ykkur ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband